Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýskipaður sjávarútvegsráðherra, segir að vegna tengsla sinna við Samherja muni hann hugsanlega ekki koma að ákvarðanatöku sem tengist rekstri sjávarútvegsfyrirtækisins beint. „Ég tel mig vera hæfan til þess að taka ákvarðanir um málefni sem snerta sjávarútveginn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Samherja sérstaklega mun ég að sjálfsögðu meta hæfi mitt í ljósi framangreinds,“ segir Kristján Þór í skriflegu svari til Stundarinnar.
„Ég get ekki svarað því að öðru leyti en því, að ég hef töluverða reynslu af sjávarútvegi auk setu í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnana og hef þekkt suma af helstu forsvarsmönnum fyrirtækisins frá því að við vorum ungir menn“
„Engin fjárhagsleg tengsl“
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Kristján Þór stjórnarformaður Samherja rétt fyrir síðustu aldamót auk þess sem hann hefur að minnsta kosti tvívegis farið á sjó á togara Samherja í þinghléum að sumri. …
Athugasemdir