Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Th­eresa Kusi Daban og William Ky­erema­teng ótt­ast ör­lög barn­anna sinna verði þau end­ur­send til Gh­ana, líkt og ís­lensk stjórn­völd áforma. Börn­in hafa aldrei kom­ið til Afr­íku og for­eldr­arn­ir hafa ekki kom­ið til heima­lands­ins í hart­nær 15 ár. Lög­mað­ur seg­ir laga­breyt­ingu sem sam­þykkt var á síð­asta degi þings­ins í haust mis­muna börn­um á flótta.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana
Verða send úr landi William og Theresa ásamt börnum sínum þremur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng verða á næstunni send til Ghana ásamt þremur ungum börnum sínum. Þangað hafa þau ekki komið í hartnær 15 ár og segjast ekki eiga neina tengingu við landið lengur. Theresa og William hafa dvalið hér á landi í alls 22 mánuði, eða frá því þau sóttu um alþjóðlega vernd í febrúar 2016, og yngsta barn þeirra hjóna fæddist hér á landi. Lagabreytingin sem Alþingi samþykkti til bráðabirgða á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum var ekki talin eiga við um fjölskylduna. 

Sem kunnugt er var gerð bráðabirgðabreyting á útlendingalögum á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum sem gerði nokkrum börnum í leit að alþjóðlegri vernd tímabundið kleift að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður segir að stjórnvöld hafi með breytingunni mismunað börnum á flótta. 

Brjóti gegn jafnræðisreglunni

Mál tveggja barna, Mary frá Nígeríu og Hanyie frá Afganistan, höfðu verið talsvert í umræðunni fram að lagabreytingunni, en hún gerði báðum stúlkum kleift að fá umrætt dvalarleyfi. Lögin styttu frest stjórnvalda til að vinna úr umsókn barns um hæli. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina var fresturinn styttur úr tólf mánuðum í níu og í málum þar sem umsókn hefur verið tekin til efnismeðferðar var fresturinn til að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða styttur úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Þessi breyting var hins vegar ekki gerð til frambúðar og gilti einungis í tvær vikur. Theresa og William rétt misstu því af glugganum, en einungis munaði einum mánuði upp á. Þó svo að fjölskyldan hafði þá dvalið á landinu í 19 mánuði þá er tímaramminn einungis frá því sótt er um hæli þar til fyrsti úrskurður kærunefndar útlendingamála er birtur í tilfellum þar sem mál eru tekin til efnismeðferðar, en alls liðu 14 mánuðir í tilviki fjölskyldunnar. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina er hins vegar talið frá því viðkomandi sótti um hæli þar til brottflutningur er framkvæmdur. Ef tímaramminn væri sá sami í efnismeðferðarmálum og Dyflinnarmálum hefði fjölskyldan þannig fallið undir hina tímabundnu lagabreytingu.

„Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti.“

Eva Dóra er mjög gagnrýnin á lagabreytinguna. Hún mismuni barnafjölskyldum sem séu staddar hér á landi í leit að alþjóðlegri vernd og sé brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. „Með hvaða málefnalegu rökum er hægt að rökstyðja að eingöngu hafi verið ætlun löggjafans að veita mjög takmörkuðum hópi barna sem eru í sömu stöðu hér á landi alþjóðlega vernd?“ spyr Eva Dóra í samtali við Stundina.

„Ef sú er niðurstaðan má óhjákvæmilega varpa upp þeirri spurningu hvort vilji löggjafans með umræddum breytingum á útlendingalögum hafi eingöngu lotið að því að tryggja með öruggum hætti alþjóðlega vernd barna sem hæst hefur verið farið með í fjölmiðlum og þau ásamt fjölskyldum sínum því hlotið framgöngu sinna mála í pólitísku hagnaðarskyni fyrir þá alþingismenn sem beittu sér fyrir umræddri lagabreytingu. Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti og það þýðir að beita skuli sömu reglum og lögum yfir þá aðila sem eru í sambærilegri stöðu.“

Hafa myndað sterk tengsl við ÍslandBörnin tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland. Yngri drengurinn, fremstur á myndinni, fæddist hér á landi.

Bjuggu á Ítalíu frá barnsaldri

Fjölskyldan kom hingað til lands frá Ítalíu, en bæði Theresa og William höfðu dvalið þar í landi frá barnsaldri. Ekki er hins vegar hægt að endursenda þau til Ítalíu þar sem dvalarleyfi þeirra rann út ári eftir að þau yfirgáfu landið. Þau verða því send til Ghana, en Theresa og William hafa ekki komið til Ghana í hartnær 15 ár og segjast ekki hafa nein tengsl við landið lengur. Foreldrar þeirra og ættingjar hafi allir flutt sig um set til Evrópu vegna fátæktar og örbirgðar í landinu og því geti þau ekki sótt þangað stuðning eða húsaskjól. 

 „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu.“

Theresa segist hafa flúið Ghana vegna sárrar fátæktar einungis sextán ára gömul. Hún segir að sér hafi verið lofað skólaplássi á Ítalíu, en þess í stað verið neydd til að þrífa hús og stunda vændi. Launin hafi verið tekin af henni til þess að greiða skuld vegna ferðalagsins til Ítalíu. Þess ber að geta að hvergi er minnst á mansal eða nauðung í gögnum Theresu, en hún útskýrir það með þeim hætti að hún hafi talið að um einkamál hennar væri að ræða.

Theresa og William kynntust á Ítalíu og eignuðust tvö eldri börnin þar. „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu,“ segir William. „Hver dagur var barátta, því ég fékk hvergi vinnu og átti erfitt með að framfleyta fjölskyldunni. Stundum neyddist ég til að stela mat fyrir börnin, en ég vildi ekki gera það. Á endanum sagði ég við Theresu að lífið ætti ekki að þurfa að vera svona erfitt, við þyrftum ekki að vera á Ítalíu heldur gætum við gefið börnunum gott líf í öðru landi. Þá ákváðum við að koma til Íslands.“

Þess má geta að William hefur haft atvinnu hér á landi í næstum því tvö ár, en hann starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Keflavík. 

Óttast að börnin fái ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu

Börnin eru á aldrinum eins til sex ára. Elst er Stefania, sem gengið hefur í grunnskóla í Njarðvík, Nathaniel er þriggja ára og yngsti sonur þeirra er rúmlega eins árs. Börnin hafa aldrei komið til Ghana, enda voru foreldrar þeirra báðir á barnsaldri þegar þeir flúðu landið. Verði börnunum gert að snúa til baka með foreldrum sínum verða aðstæður þeirra þeim algjörlega ókunnugar. Börnin hafa myndað sterk tengsl við Ísland, tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland.

Þá hafa tvö eldri börnin, Stefania og Nathaniel, verið greind með asthma og hafa þurft á læknisaðstoð hér á landi vegna öndunarörðugleika þeirra. Theresa og William óttast að þau muni ekki fá viðeigandi læknisaðstoð í Ghana. 

„Við getum ekki séð fyrir börnunum í Ghana,“ segir Theresa. „Ég fór ekki í skóla og er ekki með neitt prófskírteini sem ég get notað til að leita að vinnu. Ég er úrkula vonar, stressuð og veit ekki hvað ég á að gera. Þess vegna vil ég að almenningur heyri okkar sögu sem og Alþingi, sem hefur áður hjálpað fjölskyldum í svipaðri stöðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár