Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Farlama faðir og ellefu ára dóttir send úr landi

Abra­him Maleki og ell­efu ára göm­ul dótt­ir hans, Hanyie, verða send úr landi á næstu vik­um en Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni þeirra um efn­is­lega með­ferð á um­sókn um hæli hér. Litla stúlk­an hef­ur þurft að ann­ast föð­ur sinn síð­ustu ár en hann er bækl­að­ur eft­ir bíl­slys. Feðg­in­in, sem eru af­gansk­ir flótta­menn, lentu í mikl­um lífs­háska á leið sinni yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið og eru hepp­in að vera á lífi.

Farlama faðir og ellefu ára dóttir send úr landi
Haniye og Abrahim Útlendingastofnun hefur hafnað að veita feðginunum landvistarleyfi hér á landi og þótti ekki skilyrði vera til að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar. Á næstu vikum verða Hanyie og Abrahim flutt á brott til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðinnar.

Abrahim Maleki, einstæður faðir, hefur verið á flótta í nærfellt tvo áratugi. Hans bíður nú að verða fluttur úr landi ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd Útlendingastofnunar segir í úrskurði sínum að Abrahim uppfylli ekki skilyrði sem þarf til að hljóta alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndinni þótti ekki ástæða til að ræða við stúlkuna og að mati nefndarinnar haldast málefni feðginanna í hendur.

„Ferð okkar alla leið hingað var ótrúlega erfið og reyndist dóttur minni afar þungbær. Á tímabili var ég sannfærður um að við myndum ekki lifa ferðina af,“ segir Abrahim. För feðginanna hófst eins og hjá svo mörgum, sem freista þess að flýja til Evrópu með háskalegri siglingu yfir Miðjarðarhafið.

Abrahim hefur verið á flótta í nítján ár, eða síðan hann var tólf ára. Þá flúði fjölskylda hans Afganistan og komst til Íran. Þar hafi fjölskyldan komið sér ágætlega fyrir miðað við aðstæður. Reiðarslag hafi síðan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár