Abrahim Maleki, einstæður faðir, hefur verið á flótta í nærfellt tvo áratugi. Hans bíður nú að verða fluttur úr landi ásamt ellefu ára gamalli dóttur sinni. Kærunefnd Útlendingastofnunar segir í úrskurði sínum að Abrahim uppfylli ekki skilyrði sem þarf til að hljóta alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndinni þótti ekki ástæða til að ræða við stúlkuna og að mati nefndarinnar haldast málefni feðginanna í hendur.
„Ferð okkar alla leið hingað var ótrúlega erfið og reyndist dóttur minni afar þungbær. Á tímabili var ég sannfærður um að við myndum ekki lifa ferðina af,“ segir Abrahim. För feðginanna hófst eins og hjá svo mörgum, sem freista þess að flýja til Evrópu með háskalegri siglingu yfir Miðjarðarhafið.
Abrahim hefur verið á flótta í nítján ár, eða síðan hann var tólf ára. Þá flúði fjölskylda hans Afganistan og komst til Íran. Þar hafi fjölskyldan komið sér ágætlega fyrir miðað við aðstæður. Reiðarslag hafi síðan …
Athugasemdir