Maður, sem nú hefur verið handtekinn í þriðja sinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur dætrum sínum, hafði áður verið tilkynntur til barnaverndaryfirvalda af systur sinni, en henni, Kolbrúnu Jónsdóttur, var sagt að ekkert væri hægt að gera vegna skorts á lagaheimildum. Ekkert eftirlit var því til staðar með manninum, þrátt fyrir áskoranir og þótt hann hefði áður verið dæmdur fyrir að brjóta gegn annarri dóttur sinni. „Við hringdum í barnavernd vegna þess að við vorum hræddar um að bróðir okkar myndi endurtaka fyrri hegðun,“ segir hún.
Kolbrún segist ekki hafa vitað af því fyrr en hún varð fullorðin kona að bróðir hennar hefði árið 1991 verið dæmdur fyrir ítrekað kynferðisofbeldi gegn elstu dóttur sinni sem þá var fimm til sex ára gömul. Hún hafði heldur ekki vitneskju um það að hann hefði setið inni vegna brotanna, en hæfileg refsing var talin tíu mánaða fangelsi. Barnsmóðir hans hafði farið fram á …
Athugasemdir