Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot

Syst­ir manns, sem er grun­að­ur um að hafa mis­not­að dæt­ur sín­ar, til­kynnti hann til barna­vernd­ar­yf­ir­valda, en fékk þau svör að ekk­ert væri hægt að gera fyrr en kom­inn væri upp rök­studd­ur grun­ur um að hann hefði brot­ið gegn þeim. Í mörg ár hef­ur fjöl­skyld­an set­ið hjá, full van­mátt­ar og von­að það besta en ótt­ast það versta. Nú hafa tvær dæt­ur hans kært hann fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi, en fyr­ir er hann dæmd­ur fyr­ir brot gegn elstu dótt­ur sinni.

Varaði barnaverndaryfirvöld við bróður sínum áður en dætur hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot
Vanmáttur Út frá tölfræðinni áttaði Kolbrún sig á því að það væri meiri líkur en minni að bróðir hennar myndi misnota fleiri börn en hún gat ekkert gert. Því fylgdi mjög vond tilfinning. Mynd: Úr einkasafni

Maður, sem nú hefur verið handtekinn í þriðja sinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur dætrum sínum, hafði áður verið tilkynntur til barnaverndaryfirvalda af systur sinni, en henni, Kolbrúnu Jónsdóttur, var sagt að ekkert væri hægt að gera vegna skorts á lagaheimildum. Ekkert eftirlit var því til staðar með manninum, þrátt fyrir áskoranir og þótt hann hefði áður verið dæmdur fyrir að brjóta gegn annarri dóttur sinni. „Við hringdum í barnavernd vegna þess að við vorum hræddar um að bróðir okkar myndi endurtaka fyrri hegðun,“ segir hún.

Kolbrún segist ekki hafa vitað af því fyrr en hún varð fullorðin kona að bróðir hennar hefði árið 1991 verið dæmdur fyrir ítrekað kynferðisofbeldi gegn elstu dóttur sinni sem þá var fimm til sex ára gömul. Hún hafði heldur ekki vitneskju um það að hann hefði setið inni vegna brotanna, en hæfileg refsing var talin tíu mánaða fangelsi. Barnsmóðir hans hafði farið fram á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár