Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reyndur náttúruverndarsinni skipaður umhverfisráðherra

Sig­ríð­ur And­er­sen, Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Þór­dís Kol­brún Reykjfjörð halda ráðu­neyt­um sín­um. Þá verð­ur Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra. Katrín Jak­obs­dótt­ir leit­aði út úr þing­flokkn­um og skip­aði óvænt reynd­an um­hverf­is­vernd­arsinna í um­hverf­is­ráðu­neyt­ið.

Reyndur náttúruverndarsinni skipaður umhverfisráðherra
Nýr umhverfisráðherra Náttúruverndarsinninn Guðmundur Ingi Guðbrandsson fer í ráðuneyti umhverfismála. Mynd: Landvernd

Óvæntasta útspilið í myndun nýrrar ríkisstjórnar er ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að skipa Guðmund Inga Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra náttúruverndarsamtakanna Landverndar, í umhverfisráðuneytið. 

Guðmundur Ingi er menntaður líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann hefur stundað rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins.

Þá hefur hann kennt í nokkrum námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Guðmundur Ingi hefur auk þess starfað sem landvörður.

Guðmundur Ingi er einn fárra utanþingsráðherra í íslenskum ríkisstjórnum á þessari öld. Áður gegndu Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir ráðherraembættum í vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en Ólöf Nordal var einnig utan þings og svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir rökstyður ákvörðun sína meðal annars með þeim hætti að mikið álag verði á þingmönnum vegna aukinnar áherslu á hlutverk Alþingis, en einnig með því að Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir tóku þá afstöðu að greiða atkvæði gegn stjórnarsamstarfinu á flokksráðsfundi Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir verður heilbrigðisráðherra.

Ásmundur ráðherra

Þá vekur athygli að Ásmundur Einar Daðason hefur verið skipaður félagsmálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokkinn. 

Sigurður Ingi Jóhannsson verður samgönguráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Willum Þór Þórsson verður formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Kynjahlutfall í ríkisstjórninni er körlum í hag, þeir eru sex en konurnar fimm.

Páll Magnússon aftur ósáttur

Hjá Sjálfstæðisflokki halda flestir ráðherrar sætum sínum. Sigríður Andersen verður áfram dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðherra, en Kristján Þór Júlíusson fer í sjávarútvegsráðuneytið. Þá verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, líkt og hann var fram til síðasta árs.

Svo virðist sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu afar ósáttir. Jón Gunnarsson, fráfarandi samgönguráðherra, yfirgaf þingflokksfund áður en honum lauk og fór út um bakdyr. 

Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, lýsir óánægju sinni á Facebook. „Í annað sinn á innan við ári hefur formaður Sjálfstæðisflokksins nú gengið framhjá Suðurkjördæmi þegar kemur að ráðherraskipan í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Þetta gerist þrátt fyrir að kjördæmið sé annað höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landinu. Ég mótmælti því harðlega í samtali við formanninn í morgun að hlutur kjördæmisins skuli þannig vera fyrir borð borinn og tilkynnti honum að af þessari ástæðu gæti ég ekki stutt þann ráðherralista sem hann lagði fyrir þingflokkinn. Áréttað skal að ég greiddi atkvæði með stjórnarsáttmálanum og styð ríkisstjórnina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár