Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Kol­efn­is­hlut­laust Ís­land, stofn­un mið­há­lend­is­þjóð­garðs og metn­að­ar­full lög­gjöf um rétt­indi in­ter­sex fólks. Þetta er á með­al þess sem fjall­að er um í mál­efna­samn­ingi Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara upp í 100 þúsund krónur á mánuði strax á komandi fjárlagaári samkvæmt þeim málefnasamningi sem hefur verið til umfjöllunar hjá flokksstofnunum í dag. 

Fundur flokksráðs Vinstri grænna stendur enn yfir, en þar hefur komið fram hörð gagnrýni á fyrirhugað stjórnarsamstarf, meðal annars frá tveimur þingmönnum flokksins, þeim Andrési Inga Jónssyni og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Samkvæmt málefnasamningnum, sem kynntur hefur verið þingmönnum og trúnaðarmönnum flokkanna þriggja, stendur m.a. til að fella niður virðisaukaskatt á bækur, stofna miðhálendisþjóðgarð og hrinda í framkvæmd stefnu Vinstri grænna um kolefnishlutlaust Ísland. Stundin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.

Í málefnasamningnum er því einnig lýst yfir að Ísland muni skipa sér í fremstu röð í baráttu gegn skattsvikum. Þá verður lögð áhersla á græna skatta, svo sem hækkun kolefnisgjalds. 

Fram kemur að skattaumhverfi tónlistar, fjölmiðla og íslensks ritmáls verði tekið til endurskoðunar og að ráðist verði í gerð hagvísa fyrir listir, menningu og skapandi greinar. Þá vill ríkisstjórnin að Ísland skipi sér í fremstu röð í málefnum hinseginfólks og að samin verði metnaðarfull löggjöf um kynrænt sjálfræði, þ.e. rétt einstaklinga til að fá sjálfir að ákveða kyn sitt og að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, í takt við ný tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks. 

Andrés Ingi Jónsson benti á það í ræðu sinni fyrr í kvöld að margt af því sem hljómar vel í málefnasamningnum hefði einnig komið fram í málefnasamningi fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, t.d. fyrirheit um vernd miðhálendisins, hertar aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukna aðstoð við flóttamenn. „Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?“ sagði Andrés í ræðu sinni. 

Fram kemur í málefnasamningnum að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður um tvö prósent og skattstofninn endurskoðaður. Þá verður skatthlutfall neðra þreps tekjuskattkerfisins lækkað en ekki er tilgreint hve mikið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár