Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Kol­efn­is­hlut­laust Ís­land, stofn­un mið­há­lend­is­þjóð­garðs og metn­að­ar­full lög­gjöf um rétt­indi in­ter­sex fólks. Þetta er á með­al þess sem fjall­að er um í mál­efna­samn­ingi Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara upp í 100 þúsund krónur á mánuði strax á komandi fjárlagaári samkvæmt þeim málefnasamningi sem hefur verið til umfjöllunar hjá flokksstofnunum í dag. 

Fundur flokksráðs Vinstri grænna stendur enn yfir, en þar hefur komið fram hörð gagnrýni á fyrirhugað stjórnarsamstarf, meðal annars frá tveimur þingmönnum flokksins, þeim Andrési Inga Jónssyni og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Samkvæmt málefnasamningnum, sem kynntur hefur verið þingmönnum og trúnaðarmönnum flokkanna þriggja, stendur m.a. til að fella niður virðisaukaskatt á bækur, stofna miðhálendisþjóðgarð og hrinda í framkvæmd stefnu Vinstri grænna um kolefnishlutlaust Ísland. Stundin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.

Í málefnasamningnum er því einnig lýst yfir að Ísland muni skipa sér í fremstu röð í baráttu gegn skattsvikum. Þá verður lögð áhersla á græna skatta, svo sem hækkun kolefnisgjalds. 

Fram kemur að skattaumhverfi tónlistar, fjölmiðla og íslensks ritmáls verði tekið til endurskoðunar og að ráðist verði í gerð hagvísa fyrir listir, menningu og skapandi greinar. Þá vill ríkisstjórnin að Ísland skipi sér í fremstu röð í málefnum hinseginfólks og að samin verði metnaðarfull löggjöf um kynrænt sjálfræði, þ.e. rétt einstaklinga til að fá sjálfir að ákveða kyn sitt og að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, í takt við ný tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks. 

Andrés Ingi Jónsson benti á það í ræðu sinni fyrr í kvöld að margt af því sem hljómar vel í málefnasamningnum hefði einnig komið fram í málefnasamningi fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, t.d. fyrirheit um vernd miðhálendisins, hertar aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukna aðstoð við flóttamenn. „Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?“ sagði Andrés í ræðu sinni. 

Fram kemur í málefnasamningnum að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður um tvö prósent og skattstofninn endurskoðaður. Þá verður skatthlutfall neðra þreps tekjuskattkerfisins lækkað en ekki er tilgreint hve mikið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár