Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Kol­efn­is­hlut­laust Ís­land, stofn­un mið­há­lend­is­þjóð­garðs og metn­að­ar­full lög­gjöf um rétt­indi in­ter­sex fólks. Þetta er á með­al þess sem fjall­að er um í mál­efna­samn­ingi Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frítekjumark eldri borgara hækkað og virðisaukaskattur á bækur felldur niður

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að hækka frítekjumark atvinnutekna eldri borgara upp í 100 þúsund krónur á mánuði strax á komandi fjárlagaári samkvæmt þeim málefnasamningi sem hefur verið til umfjöllunar hjá flokksstofnunum í dag. 

Fundur flokksráðs Vinstri grænna stendur enn yfir, en þar hefur komið fram hörð gagnrýni á fyrirhugað stjórnarsamstarf, meðal annars frá tveimur þingmönnum flokksins, þeim Andrési Inga Jónssyni og Rósu Björk Brynjólfsdóttur. 

Samkvæmt málefnasamningnum, sem kynntur hefur verið þingmönnum og trúnaðarmönnum flokkanna þriggja, stendur m.a. til að fella niður virðisaukaskatt á bækur, stofna miðhálendisþjóðgarð og hrinda í framkvæmd stefnu Vinstri grænna um kolefnishlutlaust Ísland. Stundin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.

Í málefnasamningnum er því einnig lýst yfir að Ísland muni skipa sér í fremstu röð í baráttu gegn skattsvikum. Þá verður lögð áhersla á græna skatta, svo sem hækkun kolefnisgjalds. 

Fram kemur að skattaumhverfi tónlistar, fjölmiðla og íslensks ritmáls verði tekið til endurskoðunar og að ráðist verði í gerð hagvísa fyrir listir, menningu og skapandi greinar. Þá vill ríkisstjórnin að Ísland skipi sér í fremstu röð í málefnum hinseginfólks og að samin verði metnaðarfull löggjöf um kynrænt sjálfræði, þ.e. rétt einstaklinga til að fá sjálfir að ákveða kyn sitt og að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, í takt við ný tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks. 

Andrés Ingi Jónsson benti á það í ræðu sinni fyrr í kvöld að margt af því sem hljómar vel í málefnasamningnum hefði einnig komið fram í málefnasamningi fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, t.d. fyrirheit um vernd miðhálendisins, hertar aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukna aðstoð við flóttamenn. „Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trúverðugari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?“ sagði Andrés í ræðu sinni. 

Fram kemur í málefnasamningnum að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður um tvö prósent og skattstofninn endurskoðaður. Þá verður skatthlutfall neðra þreps tekjuskattkerfisins lækkað en ekki er tilgreint hve mikið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár