Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn lofuðu að lækka fjármagnstekjuskatt en ætla að hækka hann

Hóf­leg hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts á skjön við kosn­ingalof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sjálfstæðismenn lofuðu að lækka fjármagnstekjuskatt en ætla að hækka hann

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna ætlar að hækka fjármagnstekjuskatt úr 20 prósentum upp í 22 prósent samkvæmt málefnasamningnum sem lagður verður fyrir flokksstofnanir í dag.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var talsvert rætt um skattlagningu fjármagnstekna í stjónarmyndunarviðræðunum og deilt um hvort skynsamlegt væri að hækka skatinn eða bæta við sérstöku skattþrepi á háar fjármagnstekjur. 

Kjarninn greindi frá því í gær að  lendingin hefði verið að hækka fjármagnstekjuskatt og afla þannig ríkissjóði viðbótartekna upp á 2,5 milljarða á ári. Þetta krefst aðeins hóflegrar hækkunar skattsins, eða sem nemur tveimur prósentustigum. 

Hækkunin gengur í berhögg við loforð sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir kosningar.

„Við ætlum að lækka fjármagnstekjuskatt,“ segir orðrétt í umfjöllun um skattastefnu Sjálfstæðisflokksins á vef flokksins auk þess sem þetta var sérstaklega tilgreint sem eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Mbl.is um skattastefnu flokka nokkrum dögum fyrir kosningar.

Á meðal annarra atriða sem fram koma í stjórnarsáttmála er álagning komugjalda. Samkvæmt svari fráfarandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um komugjöld fyrr á árinu gætu komugjöld skilað 3 til 4 milljarða tekjum í ríkissjóð á ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu