Sjálfstæðismenn lofuðu að lækka fjármagnstekjuskatt en ætla að hækka hann

Hóf­leg hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts á skjön við kosn­ingalof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sjálfstæðismenn lofuðu að lækka fjármagnstekjuskatt en ætla að hækka hann

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna ætlar að hækka fjármagnstekjuskatt úr 20 prósentum upp í 22 prósent samkvæmt málefnasamningnum sem lagður verður fyrir flokksstofnanir í dag.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var talsvert rætt um skattlagningu fjármagnstekna í stjónarmyndunarviðræðunum og deilt um hvort skynsamlegt væri að hækka skatinn eða bæta við sérstöku skattþrepi á háar fjármagnstekjur. 

Kjarninn greindi frá því í gær að  lendingin hefði verið að hækka fjármagnstekjuskatt og afla þannig ríkissjóði viðbótartekna upp á 2,5 milljarða á ári. Þetta krefst aðeins hóflegrar hækkunar skattsins, eða sem nemur tveimur prósentustigum. 

Hækkunin gengur í berhögg við loforð sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir kosningar.

„Við ætlum að lækka fjármagnstekjuskatt,“ segir orðrétt í umfjöllun um skattastefnu Sjálfstæðisflokksins á vef flokksins auk þess sem þetta var sérstaklega tilgreint sem eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Mbl.is um skattastefnu flokka nokkrum dögum fyrir kosningar.

Á meðal annarra atriða sem fram koma í stjórnarsáttmála er álagning komugjalda. Samkvæmt svari fráfarandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um komugjöld fyrr á árinu gætu komugjöld skilað 3 til 4 milljarða tekjum í ríkissjóð á ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár