„Það er ekki hægt að segja til um tímann á þessari stundu því Isavia óskaði eftir frestun réttaráhrifa til þess að unnt sé að bera þetta mál undir dómstóla,“ segir í svari frá Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia, þegar hann er spurður um nýlegan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Isavia þurfi að afhenda fyrirtækinu Kaffitári gögn um útboð á verslunarhúsnæði í Leifsstöð árið 2014. Stundin spurði Isavia hvenær fyrirtækið ætlaði að afhenda Kaffitári gögnin. Isavia hafði áður veitt Kaffitári aðgang að gögnum um útboðið en strikaði þá yfir upplýsingar sem fyrirtækinu þótti viðkvæmar.
Í samtali við Stundina sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Kaffitárs, að hún teldi að Isavia væri með þessu að reyna að þæfa málið sem snýst um það að Kaffitár telur að brotið hafi verið gegn fyrirtækinu þegar fyrirtækinu var synjað um verslunarhúsnæði í Leifsstöð árið 2014. Í stað Kaffitárs var …
Athugasemdir