Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engeyingarnir greiddu sér 1.500 milljóna arð á árunum 2015 og 2016

Móð­ur­fé­lag Kynn­is­ferða hef­ur hagn­ast um 1.643 millj­ón­ir á und­an­förn­um tveim­ur reikn­ings­ár­um og greitt út um 2 millj­arða arð til hlut­hafa.

Engeyingarnir greiddu sér 1.500 milljóna arð á árunum 2015 og 2016

Alfa hf., móðurfélag ferðaþjónustufyrirtækisins Kynnisferða, greiddi hluthöfum tæplega 2 milljarða arð á árunum 2015 og 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016, en í skýrslu stjórnar er gerð tillaga um 200 milljóna arðgreiðslu vegna reksturs síðasta árs. 

Alfa hagnaðist um tæplega 1200 milljónir á árunum 2013 og 2014 og greiddi hluthöfum samtals 80 milljónir í arð. Síðan hefur hagur fyrirtækisins vænkast enn frekar; hagnaður þess árið 2015 nam 1.479 milljónum króna og fyrirtækið hagnaðist um 164 milljónir í fyrra. 

Helstu eigendur Alfa, og þar með Kynnisferða, eru foreldrar, bróðir, föðurbróðir og frændsystkini Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra. Af 1.978 milljóna króna arðgreiðslum til hluthafa Alfa á árunum 2015 og 2016 skiptast um 1.500 milljónir niður á þessi nánustu skyldmenni hans. 

Stærstu hluthafar félagsins eru Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson, Hrólfur Einarsson, Ásta Sigríður Einarsdóttir, Benedikt Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir auk Jóns Gunnsteins Hjálmarssonar, viðskiptafélaga Engeyinganna. 

Bjarni Benediktssoner eina barn Einars og Benedikts Sveinssonar sem á ekki hlut.

Sjálfur er Bjarni eina barn þeirra Einars og Benedikts Sveinssona sem ekki á hlut í Alfa og Kynnisferðum. Bjarni sagði sig frá allri viðskiptaþátttöku í desember 2008 og sagðist ekki telja við hæfi að vera bæði í stjórnmálum og viðskiptum þar sem íslenska ríkið væri orðið hluthafi í stóru viðskiptabönkunum. Ólíkt eiginkonu Einars Sveinssonar á eiginkona Benedikts, móðir Bjarna, um 10 prósenta hlut í Alfa.

Á meðal smærri hluthafa Alfa á reikningsárinu 2016 eru Guðrún Sveinsdóttir, Ingimundur Sveinsson, Sveinn Benediktsson, Halldór Jóhannsson, Hjalti Geir Kristjánsson og Björn Bjarnason. 

Hópurinn sem á Alfa og Kynnisferðir er að miklu leyti sá sami og átti olíufélagið N1 fyrir hrun. Eins og Stundin greindi frá í október var yfirtaka Engeyinganna á Olíufélaginu árið 2006 að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum frá Íslandsbanka, sem síðar hét Glitnir, en á þeim tíma var Einar Sveinsson stjórnarformaður bankans auk þess sem þeir Benedikt Sveinsson voru í hópi stærstu hluthafanna. Bjarni Benediktsson leiddi fjárfestahópinn ásamt Hermanni Guðmundssyni, sem svo varð forstjóri N1 en Bjarni varð stjórnarformaður BNT og N1 eftir viðskiptin. Engeyingarnir eignuðust svo Kynnisferðir eftir hrun þegar það var selt út úr BNT-samstæðunni sem þá hafði lent í miklum fjárhagskröggum og stóð í tugmilljarða skuld við Glitni þegar bankinn féll.

Í ágúst 2015 var greint frá því að Alfa hf. hefði selt 35 prósenta hlut í fyrirtækinu til fjárfestingarsjóðsins SÍA II sem er í rekstri Stefnis, sjóðsstýringarfyrirtækis Arion banka. Kaupverðið var ekki gefið upp en í tilkynningu um viðskiptin sagði Kristján Daníelsson, þáverandi framkvæmdastjóri Kynnisferða, að rekstur fyrirtækisins hefði breyst mikið. „Rekstur Kynnisferða hefur tekið miklum breytingum á liðnum árum og hefur félagið ráðist í umtalsverðar fjárfestingar til að mæta vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Við munum halda áfram að stækka og efla félagið á komandi árum og töldum því rétt að fá inn nýja hluthafa í félagið á þessum tímapunkti. Við fögnum aðkomu nýrra fjárfesta og teljum að innkoma þeirra muni styrkja félagið verulega til framtíðar.“ Eigendur Kynnisferða virðast hafa hagnast vel á sölunni þegar litið er til þess hve sterk staða félagsins er.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól
FréttirViðskiptafléttur

Eign­ar­haldi fjöl­skyldu Hreið­ars Más í sjóði Stefn­is leynt í gegn­um skatta­skjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár