Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir ekki hefð fyr­ir því að flokk­ur skipti sér af ráð­herra­vali sam­starfs­flokks síns. „Nei, þetta er ekki krafa af okk­ar hálfu,“ sagði hún, að­spurð um um­mæli vara­for­manns flokks­ins.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé ekki krafa af hálfu flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum að ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, svo sem formaðurinn, verði utan ríkisstjórnar. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Vikulokunum í morgun. 

Sem kunnugt er hafa tvær síðustu ríkisstjórnir fallið vegna hagsmunaárekstra og umdeildra mála þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í brennidepli; í fyrra skiptið í tengslum við viðskipti í gegnum aflandsfélag og í síðara skiptið vegna leyndarhyggju í málum barnaníðinga sem fengu uppreist æru.

Fleiri hneykslismál hafa komið upp nú á árinu. T.d. var Bjarni staðinn að því að hafa setið á upplýsingum um aflandseignir Íslendinga fram yfir kosningar og Sigríður Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, braut lög að mati Héraðsdóms Reykjavíkur þegar hún skipaði dómara við Landsrétt á skjön við mat hæfnisnefndar án þess að gæta að reglum stjórnsýsluréttar.

Nokkrum vikum fyrir síðustu þingkosningar birti svo Stundin upplýsingar sem sýna að Bjarni Benediktsson hefur margsinnis dregið upp villandi mynd af viðskiptum sínum í aðdraganda bankahrunsins og ekki komið hreint fram í umræðu um eigin aðkomu að viðskiptum skyldmenna sinna. 

Vísir.is fullyrti í frétt í síðustu viku að Edward Hákon Hujbens, varaformaður Vinstri grænna, teldi að ekki gæti skapast sátt um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nema Bjarni Benediktsson, formaðurinn, yrði utan ríkisstjórnarinnar. Þegar Stundin hafði samband við Edward sagði hann að þetta væri ekki hans afstaða heldur sjónarmið sem flokksmenn hefðu viðrað við hann. 

Katrín Jakobsdóttir talaði með sama hætti í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Auðvitað hef ég heyrt þessar raddir. Þegar varaformaðurinn var að lýsa þessu var hann að endurspegla ákveðnar raddir innan Vinstri grænna þar sem mikil umræða var um þessar umræður á okkar innri vef,“ sagði hún og benti á að ekki væri hefð fyrir því að formenn flokka ákveddu hvaða þingmenn annarra flokka gegndu ráðherraembætti. „Ég hef ekkert verið að krefjast þessa,“ sagði Katrín. „Nei, þetta er ekki krafa af okkar hálfu.“ 

Í viðtalinu kom fram að viðræðunum væri hvergi nærri lokið, enda hefði ekki náðst lending í skattamálum þar sem stefnur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eru ólíkar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár