Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, seg­ir ekki hefð fyr­ir því að flokk­ur skipti sér af ráð­herra­vali sam­starfs­flokks síns. „Nei, þetta er ekki krafa af okk­ar hálfu,“ sagði hún, að­spurð um um­mæli vara­for­manns flokks­ins.

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé ekki krafa af hálfu flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum að ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, svo sem formaðurinn, verði utan ríkisstjórnar. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Vikulokunum í morgun. 

Sem kunnugt er hafa tvær síðustu ríkisstjórnir fallið vegna hagsmunaárekstra og umdeildra mála þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í brennidepli; í fyrra skiptið í tengslum við viðskipti í gegnum aflandsfélag og í síðara skiptið vegna leyndarhyggju í málum barnaníðinga sem fengu uppreist æru.

Fleiri hneykslismál hafa komið upp nú á árinu. T.d. var Bjarni staðinn að því að hafa setið á upplýsingum um aflandseignir Íslendinga fram yfir kosningar og Sigríður Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, braut lög að mati Héraðsdóms Reykjavíkur þegar hún skipaði dómara við Landsrétt á skjön við mat hæfnisnefndar án þess að gæta að reglum stjórnsýsluréttar.

Nokkrum vikum fyrir síðustu þingkosningar birti svo Stundin upplýsingar sem sýna að Bjarni Benediktsson hefur margsinnis dregið upp villandi mynd af viðskiptum sínum í aðdraganda bankahrunsins og ekki komið hreint fram í umræðu um eigin aðkomu að viðskiptum skyldmenna sinna. 

Vísir.is fullyrti í frétt í síðustu viku að Edward Hákon Hujbens, varaformaður Vinstri grænna, teldi að ekki gæti skapast sátt um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nema Bjarni Benediktsson, formaðurinn, yrði utan ríkisstjórnarinnar. Þegar Stundin hafði samband við Edward sagði hann að þetta væri ekki hans afstaða heldur sjónarmið sem flokksmenn hefðu viðrað við hann. 

Katrín Jakobsdóttir talaði með sama hætti í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Auðvitað hef ég heyrt þessar raddir. Þegar varaformaðurinn var að lýsa þessu var hann að endurspegla ákveðnar raddir innan Vinstri grænna þar sem mikil umræða var um þessar umræður á okkar innri vef,“ sagði hún og benti á að ekki væri hefð fyrir því að formenn flokka ákveddu hvaða þingmenn annarra flokka gegndu ráðherraembætti. „Ég hef ekkert verið að krefjast þessa,“ sagði Katrín. „Nei, þetta er ekki krafa af okkar hálfu.“ 

Í viðtalinu kom fram að viðræðunum væri hvergi nærri lokið, enda hefði ekki náðst lending í skattamálum þar sem stefnur Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins eru ólíkar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár