Fimm sænskir embættismenn hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur af því þeir fengu ókeypis hátíðarkvöldverði frá tveimur félögum tónskálda og textahöfunda í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Verðmæti málsverðanna er talið hafa verið á milli eitt og þrjú þúsund sænskra króna, frá um 13 þúsund íslenskum krónum og upp í um 40 þúsund. Rannsóknin á málinu hófst fyrir þremur árum og var það deild innan ákæruvaldsins sænska sem heitir Riksenheten mot korruption sem byrjaði þá að rannsaka málið. Aðalmeðferð í málinu hófst í Stokkhólmi þann 7. nóvember síðastliðinn. Viðurlög við mútubrotum í Svíþjóð geta verið allt frá dagssektum og upp í fangelsisdóma.
Í viðtali við sænska ríkisútvarpið, daginn sem aðalmeðferðin í málinu hófst, sagði saksóknari við sérstaka spillingardeild sænska ákæruvaldsins, Riksenheten mot korruption, Alf Johansson, að um væri að ræða prinsippmál sem væri mikilvægt þar sem starfsmenn stofnana samfélagsins mættu ekki taka á móti hlutum frá aðilum sem tengjast verksviði …
Athugasemdir