Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Þrír ráðherrar hættu vegna spillingar Þrír af ráðherrrunum í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þurftu að hætta vegna spillingar og hneykslismála, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson og Sigmundur Davíð. Bjarni Benediktsson hélt hins vegar áfram stjórnmálaþátttöku þrátt fyrir Panamaskjölin og uppreist æru-málið.

Fimm sænskir embættismenn hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur af því þeir fengu ókeypis hátíðarkvöldverði frá tveimur félögum tónskálda og textahöfunda í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Verðmæti málsverðanna er talið hafa verið á milli eitt og þrjú þúsund sænskra króna, frá um 13 þúsund íslenskum krónum og upp í um 40 þúsund. Rannsóknin á málinu hófst fyrir þremur árum og var það deild innan ákæruvaldsins sænska sem heitir Riksenheten mot korruption sem byrjaði þá að rannsaka málið. Aðalmeðferð í málinu hófst í Stokkhólmi þann 7. nóvember síðastliðinn. Viðurlög við mútubrotum í Svíþjóð geta verið allt frá dagssektum og upp í fangelsisdóma. 

Í viðtali við sænska ríkisútvarpið, daginn sem aðalmeðferðin í málinu hófst, sagði saksóknari við sérstaka spillingardeild sænska ákæruvaldsins, Riksenheten mot korruption, Alf Johansson, að um væri að ræða prinsippmál sem væri mikilvægt þar sem starfsmenn stofnana samfélagsins mættu ekki taka á móti hlutum frá aðilum sem tengjast verksviði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár