Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­ar þing­konu „þágu­falls­sjúk­an lög­fræð­ing“ og legg­ur henni orð í munn en seg­ir mann­rétt­indi að vera heimsk­ur.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki
Vilhjálmur Bjarnason Skrifaði grein í Morgunblaðið um opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en misskildi stöðu lögmanns og sakaði þingmann ranglega um þágufallssýki. Mynd: xd.is

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppnefnir þingkonu Pírata sem „þágufallssjúkan lögfræðing“ í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. 

Fullyrðir Vilhjálmur að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem er lögfræðimenntuð, hafi sagt á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: „mér langar að spyrja“.

Á upptöku af fundinum má hins vegar heyra að hún notaði ýmist orðalagið „mig langar að spyrja“ eða „vil ég spyrja“ þegar hún beindi spurningum til gesta nefndarinnar.

Eins og fjallað var um í október gekk Vilhjálmur út af fundi þingnefndarinnar um vernd tjáningarfrelsis sem haldinn var í kjölfar lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media byggða á gögnum úr Glitni. Gerir Vilhjálmur atvikið að umtalsefni í pistli sínum í Morgunblaðinu og segir að sér hafi blöskrað svar „lögmanns Blaðamannafélags Íslands“ við spurningu um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. 

Svo virðist sem Vilhjálmur sé hér að rugla saman persónum því það var Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stundarinnar, en ekki lögmaður Blaðamannafélags Íslands, sem svaraði spurningum hans um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var hins vegar einnig á meðal gesta sem kallaðir voru fyrir nefndina.

Orðrétt sagði Vilhjálmur við Sigríði á fundinum: „Er það virkilega svo að tjáningarþörf og tjáningarfriðhelgi blaðamanna sé meiri heldur en annarra í þessu landi, og víkja þá þessi ákvæði í þessum 142 löggjöfum [sic] fyrir tjáningarfrelsi blaðamanna? Er það skilningur lögmannsins?“ Hún svaraði með einu orði: „Já.“ 

Vilhjálmur gagnrýnir þetta svar í pistli sínum í Morgunblaðinu. „Með öðrum orðum þá er það skilningur þessa lögmanns að blaðamönnum sé frjálst að valsa um og birta þjófstolin trúnaðargögn. Eina viðmiðunin er að „gögnin eigi erindi við almenning“ og um „opinbera persónu“ sé að ræða. Hvort tveggja að mati viðkomandi blaðamanns. Tekið skal fram fyrir lesanda að meðal þeirra lagabálka um þagnarskyldu sem um ræðir er öll löggjöf um heilbrigðismál, þar með sjúkraskýrslur einstaklinga,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann telur að með svari lögmannsins við spurningu sinni hafi fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þróast út fyrir mörk þingskaparlaga en útskýrir þá afstöðu sína ekki frekar. „Þegar svar þessa mikilsvirta lögmanns var komið fram taldi fávísi þingmaðurinn að fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri kominn út fyrir öll mörk þess sem lög um þingsköp kvæðu á um. Fundurinn var ekki lengur til upplýsingar eða eftirlits. Fávísi þingmaðurinn sagðist ekki sitja undir svona bulli og gekk af fundi,“ skrifar Vilhjálmur.

Í upphafi greinar sinnar segir hann: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru mannréttindi að vera svo heimskur sem maður vill.“ Þá endar Vilhjálmur grein sína með eftirfarandi hætti: „Þessi grein er skrifuð til verndar tjáningar- og persónufrelsi sem kann að felast í persónuvernd. Verð íslenskri þjóð að góðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Stór göt í íslenskum lögum er kemur að kolefnisbindingu
1
ViðtalRunning Tide

Stór göt í ís­lensk­um lög­um er kem­ur að kol­efn­is­bind­ingu

Úr­skurð­ur Bjarna Bendikts­son­ar um að að­gerð­ir Runn­ing Tide væru ekki varp í haf­ið, öf­ugt við nið­ur­stöðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, skap­aði að mati Snjó­laug­ar Árna­dótt­ur, dós­ents við laga­deild HR, ákveð­inn laga­leg­an óskýr­leika sem rétt væri að greiða úr. Fyr­ir­tæk­ið ætl­aði að fleyta flot­hylkj­um sem á myndu vaxa stór­þör­ung­ar en end­aði á því að fleyja 19 þús­und tonn­um af kanadísku trják­urli í haf­ið og segj­ast með því hafa bund­ið 25 þús­und tonn af CO2.
Anna María Ágústsdóttir
5
Aðsent

Anna María Ágústsdóttir

Grænt ljós á end­ur­heimt nátt­úr­unn­ar

Anna María Ág­ústs­dótt­ir skrif­ar um ný­sam­þykkt lög Evr­ópu­ráðs­ins um end­ur­heimt nátt­úru. Lög­in sýna, að henn­ar mati, að Evr­ópa er reiðu­bú­in að vera í far­ar­broddi annarra ríkja og tak­ast á við þær ógn­ir sem steðja að lofts­lagi og líf­fræði­leg­um fjöl­breyti­leika með því að standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar.
Sögulegar kosningar í Bretlandi
6
Erlent

Sögu­leg­ar kosn­ing­ar í Bretlandi

Bret­ar ganga til þing­kosn­inga í dag. Kjör­stað­ir verða opn­ir til klukk­an tíu í kvöld að stað­ar­tíma. Íhalds­flokkn­um hef­ur geng­ið illa að bæta við sig fylgi á þeim sex vik­um sem lið­ið hafa frá því að Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, boð­aði til snemm­bú­inna kosn­inga. Verka­manna­flokk­ur­inn nýt­ur góðs af óvin­sæld­um Íhalds­flokks­ins og er spáð sögu­leg­um sigri í nótt.
„Orð gegn orði“ réttlætir ekki niðurfellingu
7
Rannsókn

„Orð gegn orði“ rétt­læt­ir ekki nið­ur­fell­ingu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu seg­ir það brot gegn sátt­mál­an­um að láta kyn­ferð­is­brot við­gang­ast refsi­laust. Fast­mót­uð dóma­fram­kvæmd rétt­ar­ins lof­ar góðu fyr­ir átta ís­lensk mál sem bíða í Strass­borg. Taka þurfi kær­ur af mik­illi al­vöru og rann­saka mál til fulls þótt fram­burð­ir stang­ist á. Sak­sókn­ari seg­ir mik­inn metn­að ríkja inn­an kerf­is­ins til að full­rann­saka kyn­ferð­is­brota­mál. Tölu­verð fram­þró­un hafi orð­ið við sönn­un mála. Sta­f­ræn gögn geti skipt sköp­um. Ný­ir dóm­ar frá Strass­borg gætu gef­ið til­efni til nýrra kæru­mála frá Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
2
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
7
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.
„Samt sáum við íslensku konurnar sem fóru út þegar þeim ofbauð“
9
Fréttir

„Samt sáum við ís­lensku kon­urn­ar sem fóru út þeg­ar þeim of­bauð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir það hafa ver­ið virð­ing­ar­vert þeg­ar ís­lensk­ar kon­ur fóru til Gaza að bjarga það­an fjöl­skyld­um sem höfðu feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi. Það var fyrst eft­ir það sem ís­lensk stjórn­völd brugð­ust við stöð­unni og seg­ir Agnes að ut­an frá séð „þá finnst mér að þau hefðu getað brugð­ist fyrr við“

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
3
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
8
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár