Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­ar þing­konu „þágu­falls­sjúk­an lög­fræð­ing“ og legg­ur henni orð í munn en seg­ir mann­rétt­indi að vera heimsk­ur.

Sakar þingkonu ranglega um þágufallssýki
Vilhjálmur Bjarnason Skrifaði grein í Morgunblaðið um opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en misskildi stöðu lögmanns og sakaði þingmann ranglega um þágufallssýki. Mynd: xd.is

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppnefnir þingkonu Pírata sem „þágufallssjúkan lögfræðing“ í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. 

Fullyrðir Vilhjálmur að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem er lögfræðimenntuð, hafi sagt á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: „mér langar að spyrja“.

Á upptöku af fundinum má hins vegar heyra að hún notaði ýmist orðalagið „mig langar að spyrja“ eða „vil ég spyrja“ þegar hún beindi spurningum til gesta nefndarinnar.

Eins og fjallað var um í október gekk Vilhjálmur út af fundi þingnefndarinnar um vernd tjáningarfrelsis sem haldinn var í kjölfar lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media byggða á gögnum úr Glitni. Gerir Vilhjálmur atvikið að umtalsefni í pistli sínum í Morgunblaðinu og segir að sér hafi blöskrað svar „lögmanns Blaðamannafélags Íslands“ við spurningu um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. 

Svo virðist sem Vilhjálmur sé hér að rugla saman persónum því það var Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Stundarinnar, en ekki lögmaður Blaðamannafélags Íslands, sem svaraði spurningum hans um þagnarskyldu og tjáningarfrelsi blaðamanna. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var hins vegar einnig á meðal gesta sem kallaðir voru fyrir nefndina.

Orðrétt sagði Vilhjálmur við Sigríði á fundinum: „Er það virkilega svo að tjáningarþörf og tjáningarfriðhelgi blaðamanna sé meiri heldur en annarra í þessu landi, og víkja þá þessi ákvæði í þessum 142 löggjöfum [sic] fyrir tjáningarfrelsi blaðamanna? Er það skilningur lögmannsins?“ Hún svaraði með einu orði: „Já.“ 

Vilhjálmur gagnrýnir þetta svar í pistli sínum í Morgunblaðinu. „Með öðrum orðum þá er það skilningur þessa lögmanns að blaðamönnum sé frjálst að valsa um og birta þjófstolin trúnaðargögn. Eina viðmiðunin er að „gögnin eigi erindi við almenning“ og um „opinbera persónu“ sé að ræða. Hvort tveggja að mati viðkomandi blaðamanns. Tekið skal fram fyrir lesanda að meðal þeirra lagabálka um þagnarskyldu sem um ræðir er öll löggjöf um heilbrigðismál, þar með sjúkraskýrslur einstaklinga,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann telur að með svari lögmannsins við spurningu sinni hafi fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þróast út fyrir mörk þingskaparlaga en útskýrir þá afstöðu sína ekki frekar. „Þegar svar þessa mikilsvirta lögmanns var komið fram taldi fávísi þingmaðurinn að fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri kominn út fyrir öll mörk þess sem lög um þingsköp kvæðu á um. Fundurinn var ekki lengur til upplýsingar eða eftirlits. Fávísi þingmaðurinn sagðist ekki sitja undir svona bulli og gekk af fundi,“ skrifar Vilhjálmur.

Í upphafi greinar sinnar segir hann: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru mannréttindi að vera svo heimskur sem maður vill.“ Þá endar Vilhjálmur grein sína með eftirfarandi hætti: „Þessi grein er skrifuð til verndar tjáningar- og persónufrelsi sem kann að felast í persónuvernd. Verð íslenskri þjóð að góðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu