Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

20 milljónir til Staðlaráðs vegna jafnlaunavottunar

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið bæt­ir Staðla­ráði Ís­lands upp tekjutap­ið af op­in­berri birt­ingu stað­als­ins sem ligg­ur jafn­launa­vott­un til grund­vall­ar.

20 milljónir til Staðlaráðs vegna jafnlaunavottunar

Velferðarráðuneytið mun greiða Staðlaráði Íslands 20,4 milljónir króna fyrir að setja upp kerfi á vefsíðu sem tryggir aðgang almennings að jafnlaunastaðlinum sem liggur til grundvallar lögunum um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á síðasta þingi. Greint var frá samninngi ráðuneytisins við Staðlaráð í fréttatilkynningu í morgun og óskaði Stundin eftir því að fá samninginn afhentan. Þar kemur fram að um er að ræða samstarfssamning til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í allt að fjögur ár. „Fyrir störf sín fær verksali greiddar 20.422.652 krónur alls,“ segir í 5. gr. samningsins. Um er að ræða kostnað af rekstri vefsíðunnar og af áætluðu tekjutapi Staðlaráðs af sölu staðalsins sem áður var ekki aðgengilegur nema gegn greiðslu og kostaði um 11 þúsund krónur.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun var lagt fram á Alþingi í vor lagðist Staðlaráð eindregið gegn því að notkun staðalsins ÍST 85 yrði lögfest auk þess sem gagnrýnt var að ekki hefði verið haft samband við Staðlaráð – eiganda höfundarréttar og nýtingarréttar af umræddum staðli – við vinnslu frumvarpsins. 

Þegar málið var til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd skilaði meirihluti nefndarinnar áliti þar sem lagt var til að efniskröfur staðalsins yrðu birtar í reglugerð. Eins og Stundin greindi frá brást Staðlaráð við með harðorðu bréfi þar sem fullyrt var að „slíkt myndi jafngilda eignarnámi“. Í kjölfarið sendi Þorsteinn Víglundsson þingmönnum og framkvæmdastjóra Staðlaráðs tölvupóst og hafnaði gagnrýninni. Eftir frekari yfirferð á málinu varð niðurstaðan hins vegar sú að semja við Staðlaráð um aðgang að staðlinum.

Nú liggur niðurstaða þeirra samningaviðræðna fyrir og mun ráðuneytið greiða samtals 20,4 milljónir, bæði fyrir birtingu staðalsins á vefnum og til að bæta Staðlaráði upp tekjutapið af því að gera staðalinn aðgengilegan öllum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu