Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

20 milljónir til Staðlaráðs vegna jafnlaunavottunar

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið bæt­ir Staðla­ráði Ís­lands upp tekjutap­ið af op­in­berri birt­ingu stað­als­ins sem ligg­ur jafn­launa­vott­un til grund­vall­ar.

20 milljónir til Staðlaráðs vegna jafnlaunavottunar

Velferðarráðuneytið mun greiða Staðlaráði Íslands 20,4 milljónir króna fyrir að setja upp kerfi á vefsíðu sem tryggir aðgang almennings að jafnlaunastaðlinum sem liggur til grundvallar lögunum um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á síðasta þingi. Greint var frá samninngi ráðuneytisins við Staðlaráð í fréttatilkynningu í morgun og óskaði Stundin eftir því að fá samninginn afhentan. Þar kemur fram að um er að ræða samstarfssamning til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í allt að fjögur ár. „Fyrir störf sín fær verksali greiddar 20.422.652 krónur alls,“ segir í 5. gr. samningsins. Um er að ræða kostnað af rekstri vefsíðunnar og af áætluðu tekjutapi Staðlaráðs af sölu staðalsins sem áður var ekki aðgengilegur nema gegn greiðslu og kostaði um 11 þúsund krónur.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun var lagt fram á Alþingi í vor lagðist Staðlaráð eindregið gegn því að notkun staðalsins ÍST 85 yrði lögfest auk þess sem gagnrýnt var að ekki hefði verið haft samband við Staðlaráð – eiganda höfundarréttar og nýtingarréttar af umræddum staðli – við vinnslu frumvarpsins. 

Þegar málið var til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd skilaði meirihluti nefndarinnar áliti þar sem lagt var til að efniskröfur staðalsins yrðu birtar í reglugerð. Eins og Stundin greindi frá brást Staðlaráð við með harðorðu bréfi þar sem fullyrt var að „slíkt myndi jafngilda eignarnámi“. Í kjölfarið sendi Þorsteinn Víglundsson þingmönnum og framkvæmdastjóra Staðlaráðs tölvupóst og hafnaði gagnrýninni. Eftir frekari yfirferð á málinu varð niðurstaðan hins vegar sú að semja við Staðlaráð um aðgang að staðlinum.

Nú liggur niðurstaða þeirra samningaviðræðna fyrir og mun ráðuneytið greiða samtals 20,4 milljónir, bæði fyrir birtingu staðalsins á vefnum og til að bæta Staðlaráði upp tekjutapið af því að gera staðalinn aðgengilegan öllum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár