Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samneyslan ekki minni frá 2001

Ef ekki verð­ur stefnu­breyt­ing í rík­is­fjár­mál­um mun hlut­fall sam­neysl­unn­ar af lands­fram­leiðslu standa í stað næstu ár og nema að jafn­aði um 22,7 pró­sent­um á tíma­bil­inu 2019 til 2023.

Samneyslan ekki minni frá 2001
Fjármálaráðherrar Fjármálaráðherrar undanfarinna ára, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson. Mynd: Pressphotos

Hlutfall samneyslu af vergri landsframleiðslu er 22,8 prósent í ár og hefur ekki verið lægra frá árinu 2001. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birtist á föstudag, en samneysla ársins 2016 var endurskoðuð við útgáfu þjóðhagsreikninga í september. Ef ekki verður stefnubreyting í ríkisfjármálum mun hlutfall samneyslunnar af landsframleiðslu standa í stað næstu ár og nema að jafnaði um 22,7 prósentum á tímabilinu 2019 til 2023. Þetta er mat Hagstofunnar, byggt á þeim útgjaldaramma sem birtist í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar.

Í hagspá ASÍ fyrir tímabilið 2017 til 2019 er því spáð að hlutdeild samneyslunnar í vergri landsframleiðslu lækki úr 22,8 prósentum niður í 22,7 prósent á yfirstandandi ári og í 22,6 prósent árið 2018. „Þetta er mikil breyting frá árunum 2010–2015 en þá var hlutfallið 24,3% að meðaltali. Ef litið er allt aftur til 1996 er hlutfall samneyslunnar af VLF 23,3% að meðaltali,“ segir í hagspánni sem kom út í lok október. Tölurnar eru ögn hærri í spá Hagstofunnar sem telur þó að meðaltalshlutfallið næstu ára verði vel undir 23 prósentum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu