Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur

„Sæk­ir í stúlk­ur á mínu nafni,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, um að­ila sem stofn­aði falsk­an að­gang á In­sta­gram merkt­an hon­um.

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur
Bubbi Morthens Tónlistarmaðurinn varar við aðila sem þykist vera hann.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sent frá sér aðvörun vegna falsks Instagram-reiknings í hans nafni.

Mynd af falska aðgangnum
Mynd af falska aðgangnum Bubbi birtir meðfylgjandi mynd á Facebook til aðvörunar fyrir aðra.

Aðilinn sem stofnaði aðganginn hefur, að sögn Bubba, verið að sækja í stúlkur og konur í hans nafni. Bubbi sendi frá sér aðvörun á Facebook vegna málsins.

„SOS Þessi síða er ekki á mínum vegum einhver perri er að nota nafnið mitt og sækir í stúlkur og konur í mínu nafni hann hefur stolið myndum af síðunni minni viljið þið deila þessu ég mun finna hver þetta er tekur tíma,“ segir hann.

Aðgangurinn er með notendanafninu morthensbubbi.

„Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín.“

Bubbi segir í samtali við Stundina að stúlkur og konur hafi látið hann vita af tilraunum viðkomandi aðila til að komast í samband við hann. „Stúlkur og konur hafa sent mér skilaboð og sagt mér hann sé að senda þeim skilaboð. Ég er búin að fá æði mörg skilaboð frá konum um þetta, seinast áðan. Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín. Hann hefur stolið myndum af börnum mínum eiginkonu og sett á síðuna,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár