„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur

„Sæk­ir í stúlk­ur á mínu nafni,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, um að­ila sem stofn­aði falsk­an að­gang á In­sta­gram merkt­an hon­um.

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur
Bubbi Morthens Tónlistarmaðurinn varar við aðila sem þykist vera hann.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sent frá sér aðvörun vegna falsks Instagram-reiknings í hans nafni.

Mynd af falska aðgangnum
Mynd af falska aðgangnum Bubbi birtir meðfylgjandi mynd á Facebook til aðvörunar fyrir aðra.

Aðilinn sem stofnaði aðganginn hefur, að sögn Bubba, verið að sækja í stúlkur og konur í hans nafni. Bubbi sendi frá sér aðvörun á Facebook vegna málsins.

„SOS Þessi síða er ekki á mínum vegum einhver perri er að nota nafnið mitt og sækir í stúlkur og konur í mínu nafni hann hefur stolið myndum af síðunni minni viljið þið deila þessu ég mun finna hver þetta er tekur tíma,“ segir hann.

Aðgangurinn er með notendanafninu morthensbubbi.

„Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín.“

Bubbi segir í samtali við Stundina að stúlkur og konur hafi látið hann vita af tilraunum viðkomandi aðila til að komast í samband við hann. „Stúlkur og konur hafa sent mér skilaboð og sagt mér hann sé að senda þeim skilaboð. Ég er búin að fá æði mörg skilaboð frá konum um þetta, seinast áðan. Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín. Hann hefur stolið myndum af börnum mínum eiginkonu og sett á síðuna,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár