„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur

„Sæk­ir í stúlk­ur á mínu nafni,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, um að­ila sem stofn­aði falsk­an að­gang á In­sta­gram merkt­an hon­um.

„Perri“ sem þykist vera Bubbi reynir að nálgast konur
Bubbi Morthens Tónlistarmaðurinn varar við aðila sem þykist vera hann.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sent frá sér aðvörun vegna falsks Instagram-reiknings í hans nafni.

Mynd af falska aðgangnum
Mynd af falska aðgangnum Bubbi birtir meðfylgjandi mynd á Facebook til aðvörunar fyrir aðra.

Aðilinn sem stofnaði aðganginn hefur, að sögn Bubba, verið að sækja í stúlkur og konur í hans nafni. Bubbi sendi frá sér aðvörun á Facebook vegna málsins.

„SOS Þessi síða er ekki á mínum vegum einhver perri er að nota nafnið mitt og sækir í stúlkur og konur í mínu nafni hann hefur stolið myndum af síðunni minni viljið þið deila þessu ég mun finna hver þetta er tekur tíma,“ segir hann.

Aðgangurinn er með notendanafninu morthensbubbi.

„Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín.“

Bubbi segir í samtali við Stundina að stúlkur og konur hafi látið hann vita af tilraunum viðkomandi aðila til að komast í samband við hann. „Stúlkur og konur hafa sent mér skilaboð og sagt mér hann sé að senda þeim skilaboð. Ég er búin að fá æði mörg skilaboð frá konum um þetta, seinast áðan. Þetta er búið að vera í töluverðan tíma ég hef ekki getað stoppað þetta en er orðinn miður mín. Hann hefur stolið myndum af börnum mínum eiginkonu og sett á síðuna,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu