Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölmiðla fjalla of mikið um hneykslismál

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist hafa orð­ið fyr­ir von­brigð­um með fjöl­miðla. Einn eig­enda Morg­un­blaðs­ins tel­ur um­ræð­una „rætna“ og bend­ir á fjöl­miðla. Rætt um „árás­ir sorp­miðla“ í leið­ara Morg­un­blaðs­ins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölmiðla fjalla of mikið um hneykslismál
Ósáttir við umræðuna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur boðað málsóknir gegn blaðamönnum og Bjarni Benediktsson hefur orðið vonbrigðum með fjölmiðla. Báðir hafa verið til umfjöllunar vegna leynilegs hagsmunaáreksturs. Mynd: Pressphotos

„Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með fjölmiðlana,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í gær í fyrsta umræðuþættinum eftir að úrslit alþingiskosninganna lágu fyrir.

Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafa gagnrýnt umræðu um stjórnmálamenn, en þeir hafa báðir verið til umfjöllunar á Íslandi og erlendis vegna viðskipta sinna. 

Fjallað um hagsmunaárekstra

Sigmundur var til umfjöllunar fjölmiðla eftir að leynilegur hagsmunaárekstur hans varð ljós við leka úr Panama-skjölunum og var Bjarni þar einnig til umfjöllunar. Bjarni, sem hafði sagst engar eignir hafa átt í skattaskjóli, reyndist hafa átt skattaskjólsfélag. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar í byrjun október um viðskipti Bjarna samhliða þingmennsku með bréf tengd Glitni, að Bjarni hafði sagt ósatt um viðskipti sín og tengsl við Glitni.  Meðal annars hafði hann sagt að hann hefði ekki átt neitt sem skipti máli í Sjóði 9, en fram kom í umfjöllun Stundarinnar að ný gögn sýndu að hann hafði selt fyrir 50 milljónir króna í sjóðnum dagana fyrir bankahrunið, en einnig höfðu ættingjar hans átt stórfelld viðskipti með bréf í Glitni samhliða Bjarna. Þá hafði Bjarni fengið aflétt af sér persónulegri ábyrgð á 50 milljóna króna kúluláni, sem var flutt yfir á einkahlutafélag föður hans, sem var slitið nokkru eftir hrun með meira en fjögurra milljarða króna afskriftum.

Sigmundur sagði í Silfrinu í gær að umræðan væri svo lituð af „persónulegu níði“ um stjórnmálamenn að konur treystu sér síður í stjórnmál. Það væri ástæðan fyrir því að einungis einn af sjö þingmönnum Miðflokksins væri kona. Hins vegar var aðeins ein kona valin oddviti í sínu kjördæmi innan flokksins.

Leynilega fjármagnaðar auglýsingar

Leynilega fjármögnuð auglýsingSkatta glaða skatta Kata var ein af nafnlausum auglýsingum á netinu sem beint var gegn Vinstri grænum.
ÁróðursmyndbandÍ myndbandinu er Viðreisn meðal annars nefnd vinstri flokkur.

Í umræðum um kosningabaráttuna hefur verið gagnrýnt að gríðarlega umfangsmiklum auglýsingaherferðum, fjármögnuðum af óþekktum aðilum, hafi verið beint sérstaklega gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, að Vinstri grænum, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu, til dæmis frá Facebook-hópnum Kosningar 2017, sem neitar að gefa upp aðstandendur sína. Einnig var kosningum beint gegn Sjálfstæðisflokknum, á nýrri Facebooksíðu, Kosningavaktin.

„Netmiðlarnir gera þetta töluvert auðveldara, að ráðast að fólki,“ sagði Bjarni í Silfrinu, en beindi orðum sínum að fjölmiðlum, sem hann telur hafa fjallað of mikið um hneykslismál.

„Þeir elska skandala.“

„Ég held að fjölmiðlarnir verði líka að taka aðeins til sín í þessari umræðu. Þeir elska skandala. Þeir elska eitthvert rosalegt uppþot. Og að hlaupa á milli með míkrafónana. Og ég get alveg sagt að mér fannst sumir fjölmiðlar, fyrir þessar kosningar, bara tapa sér í stemningunni yfir næsta skandal. Og það kemur svona heilt yfir betra jafnvægi á þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það persónuleg tengsl milli fólks sem ráða því hvort menn geta haldið stjórn á þessu landi. “

Eigandi Morgunblaðsins gagnrýnir „neikvæða pressu“

Þá sagði annar sjálfstæðismaður, Eyþór Arnalds, í Silfrinu að skoða þyrfti fjölmiðlana í kjölfar kosningabaráttunnar. „Það er ekki nóg að tala bara um nafnlausu auglýsingarnar,“ sagði Eyþór. „Heldur er umræðan í heild rosalega rætin. Því miður er það þannig að reynslan hefur sýnt að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar. Það er mjög leiðinlegt. Og ekki bara auglýsingar, heldur neikvæðar fréttir selja meira. Og þess vegna er slúðurpressa, neikvæða pressa, og ráðist á manninn.“

Eyþór varð í vor kjölfestufjárfestir í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þegar hann keypti 26,6 prósenta hlut með ótilgreindri fjármögnun. Hann tók sæti í stjórn útgáfufélagsins í byrjun mánaðarins. 

Leiðari Morgunblaðsins: „Árásir sorpmiðla“

Í Morgunblaðinu, sem er í ritstjórn Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins til 14 ára, eru fjölmiðlar uppnefndir „sorpmiðlar“ í leiðara um kosningarnar. „Eftir ótrúlegar árásir sorprita og Ríkisútvarpsins á flokksformanninn í aðdraganda kosninga bentu kannanir til að Vinstri grænir stefndu í stórsigur og fast að 30 prósentum atkvæðanna... En flokkurinn tapaði kosningabaráttunni með óskiljanlegum hætti. Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla og Ríkisútvarpsins. Öðru nær. Silkihanskar settir upp við öll tækifæri.“

„Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla“

Leiðarinn er nafnlaus, en höfundur leiðara er jafnan talinn ritstjórinn, Davíð Oddsson.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í Silfrinu að stjórnmálaflokkarnir hlytu að bera ábyrgð á nafnlausum niðurrifsauglýsingum á samfélagsmiðlum og annars staðar netinu, sem fjármagnaðar eru með leynilegu fé. „Hverjir hagnast á þessu?“ spurði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár