Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölmiðla fjalla of mikið um hneykslismál

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist hafa orð­ið fyr­ir von­brigð­um með fjöl­miðla. Einn eig­enda Morg­un­blaðs­ins tel­ur um­ræð­una „rætna“ og bend­ir á fjöl­miðla. Rætt um „árás­ir sorp­miðla“ í leið­ara Morg­un­blaðs­ins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölmiðla fjalla of mikið um hneykslismál
Ósáttir við umræðuna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur boðað málsóknir gegn blaðamönnum og Bjarni Benediktsson hefur orðið vonbrigðum með fjölmiðla. Báðir hafa verið til umfjöllunar vegna leynilegs hagsmunaáreksturs. Mynd: Pressphotos

„Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með fjölmiðlana,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í gær í fyrsta umræðuþættinum eftir að úrslit alþingiskosninganna lágu fyrir.

Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafa gagnrýnt umræðu um stjórnmálamenn, en þeir hafa báðir verið til umfjöllunar á Íslandi og erlendis vegna viðskipta sinna. 

Fjallað um hagsmunaárekstra

Sigmundur var til umfjöllunar fjölmiðla eftir að leynilegur hagsmunaárekstur hans varð ljós við leka úr Panama-skjölunum og var Bjarni þar einnig til umfjöllunar. Bjarni, sem hafði sagst engar eignir hafa átt í skattaskjóli, reyndist hafa átt skattaskjólsfélag. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar í byrjun október um viðskipti Bjarna samhliða þingmennsku með bréf tengd Glitni, að Bjarni hafði sagt ósatt um viðskipti sín og tengsl við Glitni.  Meðal annars hafði hann sagt að hann hefði ekki átt neitt sem skipti máli í Sjóði 9, en fram kom í umfjöllun Stundarinnar að ný gögn sýndu að hann hafði selt fyrir 50 milljónir króna í sjóðnum dagana fyrir bankahrunið, en einnig höfðu ættingjar hans átt stórfelld viðskipti með bréf í Glitni samhliða Bjarna. Þá hafði Bjarni fengið aflétt af sér persónulegri ábyrgð á 50 milljóna króna kúluláni, sem var flutt yfir á einkahlutafélag föður hans, sem var slitið nokkru eftir hrun með meira en fjögurra milljarða króna afskriftum.

Sigmundur sagði í Silfrinu í gær að umræðan væri svo lituð af „persónulegu níði“ um stjórnmálamenn að konur treystu sér síður í stjórnmál. Það væri ástæðan fyrir því að einungis einn af sjö þingmönnum Miðflokksins væri kona. Hins vegar var aðeins ein kona valin oddviti í sínu kjördæmi innan flokksins.

Leynilega fjármagnaðar auglýsingar

Leynilega fjármögnuð auglýsingSkatta glaða skatta Kata var ein af nafnlausum auglýsingum á netinu sem beint var gegn Vinstri grænum.
ÁróðursmyndbandÍ myndbandinu er Viðreisn meðal annars nefnd vinstri flokkur.

Í umræðum um kosningabaráttuna hefur verið gagnrýnt að gríðarlega umfangsmiklum auglýsingaherferðum, fjármögnuðum af óþekktum aðilum, hafi verið beint sérstaklega gegn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, að Vinstri grænum, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu, til dæmis frá Facebook-hópnum Kosningar 2017, sem neitar að gefa upp aðstandendur sína. Einnig var kosningum beint gegn Sjálfstæðisflokknum, á nýrri Facebooksíðu, Kosningavaktin.

„Netmiðlarnir gera þetta töluvert auðveldara, að ráðast að fólki,“ sagði Bjarni í Silfrinu, en beindi orðum sínum að fjölmiðlum, sem hann telur hafa fjallað of mikið um hneykslismál.

„Þeir elska skandala.“

„Ég held að fjölmiðlarnir verði líka að taka aðeins til sín í þessari umræðu. Þeir elska skandala. Þeir elska eitthvert rosalegt uppþot. Og að hlaupa á milli með míkrafónana. Og ég get alveg sagt að mér fannst sumir fjölmiðlar, fyrir þessar kosningar, bara tapa sér í stemningunni yfir næsta skandal. Og það kemur svona heilt yfir betra jafnvægi á þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það persónuleg tengsl milli fólks sem ráða því hvort menn geta haldið stjórn á þessu landi. “

Eigandi Morgunblaðsins gagnrýnir „neikvæða pressu“

Þá sagði annar sjálfstæðismaður, Eyþór Arnalds, í Silfrinu að skoða þyrfti fjölmiðlana í kjölfar kosningabaráttunnar. „Það er ekki nóg að tala bara um nafnlausu auglýsingarnar,“ sagði Eyþór. „Heldur er umræðan í heild rosalega rætin. Því miður er það þannig að reynslan hefur sýnt að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar. Það er mjög leiðinlegt. Og ekki bara auglýsingar, heldur neikvæðar fréttir selja meira. Og þess vegna er slúðurpressa, neikvæða pressa, og ráðist á manninn.“

Eyþór varð í vor kjölfestufjárfestir í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þegar hann keypti 26,6 prósenta hlut með ótilgreindri fjármögnun. Hann tók sæti í stjórn útgáfufélagsins í byrjun mánaðarins. 

Leiðari Morgunblaðsins: „Árásir sorpmiðla“

Í Morgunblaðinu, sem er í ritstjórn Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins til 14 ára, eru fjölmiðlar uppnefndir „sorpmiðlar“ í leiðara um kosningarnar. „Eftir ótrúlegar árásir sorprita og Ríkisútvarpsins á flokksformanninn í aðdraganda kosninga bentu kannanir til að Vinstri grænir stefndu í stórsigur og fast að 30 prósentum atkvæðanna... En flokkurinn tapaði kosningabaráttunni með óskiljanlegum hætti. Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla og Ríkisútvarpsins. Öðru nær. Silkihanskar settir upp við öll tækifæri.“

„Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla“

Leiðarinn er nafnlaus, en höfundur leiðara er jafnan talinn ritstjórinn, Davíð Oddsson.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í Silfrinu að stjórnmálaflokkarnir hlytu að bera ábyrgð á nafnlausum niðurrifsauglýsingum á samfélagsmiðlum og annars staðar netinu, sem fjármagnaðar eru með leynilegu fé. „Hverjir hagnast á þessu?“ spurði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár