Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lenti óvart í framboði fyrir Flokk fólksins

Stein­unn Hall­dóra Ax­els­dótt­ir end­aði í 7. sæti á lista Flokks fólks­ins í Krag­an­um fyr­ir mis­gán­ing. „Leið­in­legt að þetta hafi kom­ið upp,“ seg­ir Stein­unn en stefna flokks­ins höfð­ar ekki til henn­ar.

Lenti óvart í framboði fyrir Flokk fólksins

Steinunn Halldóra Axelsdóttir, ung kona sem útskrifaðist úr framhaldsskóla síðasta sumar, lenti í 7. sæti á lista Flokks fólksins í Kraganum fyrir misgáning. „Þetta var aldrei ætlunin,“ segir hún í samtali við Stundina.

Þessi hvimleiðu mistök má rekja til þess að Steinunn hitti frambjóðendur Flokks fólksins, vingjarnlegt eldra fólk, á förnum vegi í byrjun mánaðarins. „Við spjölluðum um daginn og veginn,“ segir Steinunn. „Áður en ég kvaddi sögðust þau vera í leit að ungu og efnilegu fólki og vildu endilega fá mig í framboð.“ 

Steinunn segist ekki hafa verið sérlega spennt fyrir því. „Ég ákvað samt bara að vera almennileg, sagðist mundu hugsa málið og leyfði þeim að taka niður nafnið mitt og grunnupplýsingar. Það var alveg á hreinu okkar á milli að þetta væri ekki endanleg staðfesting á framboði, að þau yrðu í sambandi við mig síðar, áður en listum flokksins yrði skilað inn.“  Tekið skal fram að samkvæmt leiðbeiningum fyrir framboð á vefnum Kosning.is ber framboðum að skila skriflegri yfirlýsingu frá hverjum og einum frambjóðanda þess efnis að þeir hafi veitt leyfi sitt til að setja nafn sitt á lista.

Steinunni brá í brún þegar Flokkur fólksins kynnti framboðslista sína nokkrum dögum seinna og henni var tjáð að hún væri í 7. sæti í Suðvesturkjördæmi. „Þeim þótti fyrir þessu og báðust innilega afsökunar. Þetta virðist hafa stafað af einhverjum misskilningi hjá þeim, milli annars vegar þeirra sem ég talaði við og hins vegar þeirra sem tóku saman framboðslistana.“

Í kjölfarið hafði Steinunn samband við yfirkjörstjórn en fékk þau svör að hún gæti ekki dregið framboðið til baka án þess að allur listi flokksins í Kraganum yrði ógiltur, enda væri tilskilinn frestur runninn út.

„Ég vil ekki vera að eyðileggja fyrir hinum sem bjóða sig raunverulega fram. Mér finnst leiðinlegt að þetta hafi komið upp, ég harma þetta mjög og hefði ekki átt að leyfa þeim að taka niður nafn og upplýsingar án þess að ætla í framboð.“ 

Eftir að hafa kynnt sér málin segir Steinunn að Flokkur fólksins höfði ekki til hennar. „Nú er ég kennd við flokk sem ég er hvorki skráð í né vil kenna mig við. Ætli ég hugsi mig ekki tvisvar um ef ég lendi í því einhvern tímann aftur að vingjarnlegt fólk reyni að plata mig á framboðslista fyrir stjórnmálaflokk,“ segir hún og hlær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu