Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjá eftir að hafa ekki stöðvað „kynferðislega áreitni“ Brynjars

Fund­ar­stjóri og fund­ar­mað­ur á fundi Sið­mennt­ar sjá eft­ir því að hafa ekki grip­ið inn í. „Ég fann mig knúna til að biðja hana af­sök­un­ar á að hafa ekki stig­ið fram og beð­ið mann­inn um að hætta,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir í kosn­inga­þætti Stöðv­ar 2 vegna til­burða Brynj­ars Ní­els­son­ar gagn­vart Stein­unni Þóru Árna­dótt­ur.

Sjá eftir að hafa ekki stöðvað „kynferðislega áreitni“ Brynjars

Helga Vala Helgadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hringdi í Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, og bað hana afsökunar á að hafa ekki gripið inn í vegna tilburða Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, gagnvart henni á fundi Siðmenntar með fulltrúum stjórnmálaflokka í gær. 

Á fundinum sagðist Brynjar vera skotinn í Steinunni, hallaði sér upp að henni meðan hún talaði og spurði hvort hann mætti kyssa hana. 

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar sem stýrði fundinum, tjáir sig um atvikið á Facebook og segist hafa upplifað „ofbeldi“ og „kynferðislega áreitni“. Honum hafi orðið verulega brugðið og sjái eftir því að hafa ekki tekið harðar á framgöngu Brynjars.  

Hefði átt að stöðva Brynjar

„Ég var á þessum fundi og þetta var algjörlega ömurlegt,“ sagði Helga Vala í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég hafði samband við Steinunni í gær, því ég fann mig knúna til að biðja hana afsökunar á að hafa ekki stigið fram og beðið manninn um að hætta. Því þetta var ekki í eina skiptið sem hann kom fram við hana með þessum hætti. Hann bað hana um að kyssa sig en hann var líka endalaust að segja henni hvað hann væri skotinn í henni og eitthvað – ofsa fyndinn! – en því miður á var þetta alveg ótrúlega ósmekklegt.“

„Ég fann mig knúna til að biðja hana
afsökunar á að hafa ekki stigið fram
og beðið manninn um að hætta“

Aðrir frambjóðendur tóku undir þetta, en Sigríður Andersen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki gera mikið úr atvikinu. 

Hún sagði að sér hefði fyrst verið brugðið þegar hún las frétt um málið. Svo hefði hún hins vegar horft á myndbandið. 

Sigríður Andersenstarfandi dómsmálaráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

„Þetta var nú ekki eins og ég hafi ímyndað mér heldur var það augljóst að hann var bara innilega sammála henni Steinunni Þóru um það sem hún var að ræða þarna, og setur þetta svona fram, sem er nú ekki skemmtilegt,“ sagði Sigríður. „Þetta er nú ekki boðlegt að mínu mati, sérstaklega við svona aðstæður, við erum að ræða háalvarleg mál, kosningamál.“ 

Sigríður lagði áherslu á að Brynjar hefði beðist afsökunar. „Ég sá ekki betur en hann hefði beðist afsökunar, ég held hann hafi beðið hana afsökunar og gert það sjálfur strax í dag þegar hann sá hvaða viðbrögð þessi ummæli vöktu sem maður hlýtur að skilja.“

„Partur af pólitískri umræðu dagsins í dag“

Svandís Svavarsdóttir, þingkona og frambjóðandi Vinstri grænna, brást við orðum Sigríðar og sagði að sér þætti með ólíkindum að það þyrfti fjölmiðlaumfjöllun til að Brynjar áttaði sig á því að þarna hefði hann farið mjög hressilega yfir mörk þess sem eðlilegt er, ekki aðeins í pólitískri umræðu heldur í opinberu rými almennt.

Svandís Svavarsdóttirþingkona og frambjóðandi Vinstri grænna

„Og það er einmitt þetta sem #metoo-byltingin gengur út á, þar sem konur stíga fram og segja frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á furðulegustu stöðum í samfélaginu. Það að við skulum sjá fulltrúa feðraveldisins fara fram með þessum hætti í beinni útsendingu, það bara sýnir okkur að þessi umræða er sannarlega mikilvæg og þess virði, og hún er partur af pólitískri umræðu dagsins í dag. Þetta sýnir líka að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að skoða sinn málflutning og sína hegðun í þessum málaflokki.“

Hér greip Sigríður fram í fyrir Svandísi. „Þetta hefur nú ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera,“ sagði hún. Sem kunnugt er er Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfsætðisflokksins og gegndi um nokkurra mánaða skeið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrir hönd stjórnarmeirihlutans. Hann er í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

„Afsökunarbeiðni dónans“

Þegar Þórhildur Sunna var innt eftir viðbrögðum sagði hún að ef framkoman hefði verið grín hjá Brynjari væri húmorinn mjög ósmekklegur. Atvikið og viðbrögð Brynjars væru lýsandi fyrir það sem konur þyrftu sífellt að þola.

„Þetta er auðvitað mjög lýsandi fyrir það sem við lendum ítrekað í, að það sé verið að „gefa okkur undir fótinn“ í gríni… og ef við tökum því ekki nógu vel þá erum við bara alltof tilfinningasamar.“ Sagði Þórhildur að afsökunarbeiðni Brynjars væri „þessi tíbíska afsökunarbeiðni dónans sem áttar sig ekki á að hann þurfi að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Hann segir, ég biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern í stað þess að segja: ég hagaði mér eins og fífl og biðst afsökunar á því.“

„Ef við tökum því ekki nógu vel þá
erum við bara alltof tilfinningasamar“

Þegar RÚV fjallaði um atvikið á fundinum í dag gerði Brynjar lítið úr málinu og sagði hegðun sína ekki hafa verið óviðeigandi. „Er öll kímnigáfa á þessu landi dauð?“ sagði hann og bætti við: „Ef hún upplifir þetta eitthvað óviðeigandi þá talar hún bara um það við mig og þá biðst ég afsökunar á því, það var auðvitað ekki tilgangurinn. Bara að taka undir það sem hún var að segja. En hún talar bara við mig sjálf, ef menn vilja nota svona lagað í kosningabáráttu þá gera þeir það.“ Jafnframt kvartaði Brynjar undan því að umræðan væri ofstækisfull. 

Segist hafa upplifað ofbeldi

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, var fundarstjóri á fundinum þar sem atvikið átti sér stað. Hann lýsir atvikinu með eftirfarandi hætti á Facebook: 

Ég upplifði nokkuð nýtt í gærkveldi sem ég hefði gjarnan vilja vera án. Ég var fundastjórinn á þessum fundi. Þegar Brynjar spyr hvort hann megi kyssa Steinunni Þóru upplifði ég ofbeldi sem ég hafði hingað til bara lesið um. Kynferðislega áreitni með ófyrirleitinni spurningu. Í þeirri stöðu hefði ég líklega átt að bregðast öðruvísi við en ég gerði en sjokkið sem ég upplifði gerði það að verkum að minna varð úr andmælum. Ég eiginlega lamaðist, en það var auðvitað Steinunn Þóra sem varð fyrir ofbeldinu, ekki ég. Konur hafa á undanförnum vikum opnað fyrir umræðu um margvíslegt ofbeldi sem þær verða fyrir og það eru karlmenn sem beita því. Ég læt orð Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur úr grein hennar „Áskorun um #strákahitting“ vera lokaorðin: „Ég vil að karlar tali sín á milli um hvað þeir, persónulega, geti gert til að draga úr ofbeldi gegn konum.“

Skilur að sumum hafi þótt kersknin óviðeigandi

Eftir að málið hafði vakið hörð viðbrögð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum birti Brynjar eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook: 

Hvað maður segir og gerir tekur oftast mið af eigin veruleika. Mér varð á á pólitískum fundi í gær að lýsa yfir ánægju með málflutning Steinunnar Þóru með því að spyrja hana hvort ég mætti kyssa hana. Með þeim hætti var ég að slá á létta strengi og hélt að öllum væri ljóst að ekkert annað lægi að baki. Hins vegar eftir á að hyggja mátti mér vera ljóst, sérstaklega í ljósi umræðunnar í samfélaginu, að þetta kynni sumum að finnast óviðeigandi. Þegar ég vissi að Steinunni Þóru hefði fundist þetta óþægilegt hafði ég strax samband við hana og baðst velvirðingar á þessum orðum mínum. Segja má að þessi kerskni hafi verið misheppnuð sem ég biðst velvirðingar á og mun örugglega læra af.

Skömmu seinna birti hann aðra stöðuuppfærslu og gerði að gamni sínu:

Jæja, maður hefur lagt sitt af mörkum undanfarnar vikur til að útvega efni í Skaupið. Kannski að einhver virði þá viðleitni í kjörklefanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár