Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sértæk gleymska

Snæ­björn Ragn­ars­son hef­ur ákveð­ið að gleyma.

Sértæk gleymska
Þetta árlega Fyrsti skafdagur framkallar hroll. Mynd: Shutterstock

„Ég þurfti að skafa í morgun!“ Í fyrsta skipti sem við heyrum þetta ár hvert fáum við hroll. Við trúum því ekki að sumarið hafi skotist hjá og veturinn sé svona skammt undan. Vitanlega eru sumarmánuðirnir stuttir og rýrir og jafnvel heitfengustu manneskjur til í að draga þá á langinn eins og mögulega hægt er. En þarf þetta alltaf að koma okkur svona óskaplega á óvart?

Það fraus líka í fyrra, og örugglega á svipuðum tíma. Líka 2016 og 2015. Og ef við stökkvum aftur í stærri skrefum versna hitatölurnar sennilega. Án þess að ég hafi fyrir því að fletta upp í fræðiskýrslum er ég nokkuð viss um að það hafi haustað enn fyrr þegar ég var yngri, veturnir voru kaldari og snjóþyngslin meiri. En alltaf og iðulega verðum við svona gapandi hissa. Hvað veldur þessu eiginlega? Er þetta hrein og klár gleymska? Finnst okkur í alvöru að góðviðrið hafi varað lengur í fyrra? Ef við flettum upp í fyrrnefndum fræðibókum kæmumst við auðvitað að því að við erum rétt að segja í munstrinu og að gleyma einhverju á einu ári sem hefur svona djúpstæð áhrif á okkur er merki um eitthvað annað en hreina gleymsku.

Ég ætla að kalla þetta sértæka gleymsku.

Þetta element er ótrúlega sterkt í okkur öllum. Ég er nýorðinn faðir í annað sinn og endurupplifi um þessar mundir alls konar skítadjobb sem ég tæklaði fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Ég var búinn að gleyma þessu öllu saman. Djöfull er leiðinlegt að vakna svona á nóttunni og djöfull er leiðinlegt að labba í hringi með barn á handlegg sem kvartar og kveinar en getur ekki sagt hvers vegna. Ég var algerlega búinn að gleyma þessu öllu, það segi ég af einlægni. Ég man vel eftir rólegum stundum uppi í sófa þar sem manni fannst fyrsta brosið hafa fæðst, hvernig augnsambandið varð sterkara, fyrstu orðin, allan dugnaðinn og frábærlegheitin sem fullkomið barn hefur til að bera. En ég man ekkert eftir öllum kúkableiunum og gubbinu og andvökunum og afsali sjálfstæðis og gleðistunda. Kannski eiga þessi skrif mín hérna í svefnleysinu eftir að prenta skelfinguna örlítið fastar í heilabörkinn á mér og stíga á bremsuna þegar þessi fásinna grefur um sig aftur, þessi sem lýgur því að mér að líf mitt verði auðugra ef ég eignast fleiri börn. Börnin mín gefa mér vitanlega margt og ég vildi ekki fara gegnum lífið án þess að reyna þetta, en djöfull sem það getur nú verið leiðinlegt og tímafrekt að eiga þau.

„En ég man ekkert eftir öllum kúkableiunum og gubbinu og andvökunum og afsali sjálfstæðis og gleðistunda.“

Ég hef líka séð konuna mína eignast þessi tvö börn. Hún getur logið því að mér og sjálfri sér eins og hún vill að þetta hafi verið besta og frábærasta upplifun lífs hennar. Ég veit betur. Í bæði skiptin, þótt ólík væru, einkenndust þessar stundir af ómannlegum sársauka, langri baráttu við krampa og ógleði, óþægilega stórum skammti af stressi og dauðahaldi á því haldreipi að þetta tæki enda áður en eitthvað hræðilegt ætti sér stað. „Yndislegasta upplifun ævi minnar!“ Aha, einmitt.

Sennilega gerir náttúran þetta til að halda okkur réttum megin. Ef við værum öll í skynsemisgírnum, til að mynda með þetta fæðingamál, myndi engin kona eignast fleiri en eitt barn og það er ekki góð stærðfræði. Og ætli það sé svo ekki svipað upp á teningnum með stjórnmálin? Um leið og haldið er til nýrra kosninga lofa allir öllu fögru og oftar en ekki því sama og lofað var síðast. Okkur virðist engu skipta hvort loforðið var svikið síðast eður ei, við erum alveg til í að kokgleypa vitleysuna, jafnvel þótt vitiborið fólk sýni okkur svart á hvítu að sami kjaftavaðall hafi farið þráðbeint niður um ræsið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þarna þykknar plottið sjálfsagt eitthvað og auðvitað spilar húsbóndahollusta og hjarðhegðun inn í. Það að trúa forystufólki í blindni án hjálpar skynsemi eða gagnrýni. En fyrst og fremst trúum við því bara að ekki geti fryst aftur á haustin.

Vonin er sterk og birtist okkur í ýmsum myndum. Áhangendur afleitra íþróttaliða kannast við þá sannfæringu við upphaf tímabils að þeirra lið muni nú loksins rífa sig upp og eyða tímabilinu í einu af toppsætunum, ef ekki hreinlega í titilssætinu. Enda þótt ekkert hafi gengið síðustu þrjá áratugina og ekkert bendi til þess að breyting verði þar á trúum við úrtökulaust. Og samt sem áður eru Raiders strax í bullandi rugli og tímabilið ekki hálfnað. Ég er gapandi hissa þrátt fyrir að hafa innst inni vitað þetta upp á hár, en mín einlæga von fleytir mér enn á þau feigðarmið að liðið nái í úrslitakeppnina.

Vonin flytur auðvitað fjöll og þannig komst íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á EM og nú aftur á HM. Vonin býr til trúna og trúin ýtir okkur áfram, lengra en við vissum að við gætum í átt til draumanna. Og þannig kemst Ísland á HM. En ég er hræddur um að vonin dugi ekki til þess að stöðva haustfrostið þótt það væri vissulega næs.

Eða hvað? Hvar endar þetta þá? Eigum við að reyna að berjast á móti sjálfsblekkingunni? Eigum við að halda því sérstaklega til haga hversu sársaukafullt það er að eignast börn og leiðinlegt að ala þau upp? Eða eigum við kannski frekar að virkja þessa tilfinningu og nota hana til að komast fram úr á morgnana? Helvítis skynsemin er kannski óskaplega holl, en hún fer létt með að drepa allan lífsneista ef hún er ofnotuð. Ég ætla þess vegna að trúa því að ég þurfi aldrei að skafa haustið 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár