Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sértæk gleymska

Snæ­björn Ragn­ars­son hef­ur ákveð­ið að gleyma.

Sértæk gleymska
Þetta árlega Fyrsti skafdagur framkallar hroll. Mynd: Shutterstock

„Ég þurfti að skafa í morgun!“ Í fyrsta skipti sem við heyrum þetta ár hvert fáum við hroll. Við trúum því ekki að sumarið hafi skotist hjá og veturinn sé svona skammt undan. Vitanlega eru sumarmánuðirnir stuttir og rýrir og jafnvel heitfengustu manneskjur til í að draga þá á langinn eins og mögulega hægt er. En þarf þetta alltaf að koma okkur svona óskaplega á óvart?

Það fraus líka í fyrra, og örugglega á svipuðum tíma. Líka 2016 og 2015. Og ef við stökkvum aftur í stærri skrefum versna hitatölurnar sennilega. Án þess að ég hafi fyrir því að fletta upp í fræðiskýrslum er ég nokkuð viss um að það hafi haustað enn fyrr þegar ég var yngri, veturnir voru kaldari og snjóþyngslin meiri. En alltaf og iðulega verðum við svona gapandi hissa. Hvað veldur þessu eiginlega? Er þetta hrein og klár gleymska? Finnst okkur í alvöru að góðviðrið hafi varað lengur í fyrra? Ef við flettum upp í fyrrnefndum fræðibókum kæmumst við auðvitað að því að við erum rétt að segja í munstrinu og að gleyma einhverju á einu ári sem hefur svona djúpstæð áhrif á okkur er merki um eitthvað annað en hreina gleymsku.

Ég ætla að kalla þetta sértæka gleymsku.

Þetta element er ótrúlega sterkt í okkur öllum. Ég er nýorðinn faðir í annað sinn og endurupplifi um þessar mundir alls konar skítadjobb sem ég tæklaði fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Ég var búinn að gleyma þessu öllu saman. Djöfull er leiðinlegt að vakna svona á nóttunni og djöfull er leiðinlegt að labba í hringi með barn á handlegg sem kvartar og kveinar en getur ekki sagt hvers vegna. Ég var algerlega búinn að gleyma þessu öllu, það segi ég af einlægni. Ég man vel eftir rólegum stundum uppi í sófa þar sem manni fannst fyrsta brosið hafa fæðst, hvernig augnsambandið varð sterkara, fyrstu orðin, allan dugnaðinn og frábærlegheitin sem fullkomið barn hefur til að bera. En ég man ekkert eftir öllum kúkableiunum og gubbinu og andvökunum og afsali sjálfstæðis og gleðistunda. Kannski eiga þessi skrif mín hérna í svefnleysinu eftir að prenta skelfinguna örlítið fastar í heilabörkinn á mér og stíga á bremsuna þegar þessi fásinna grefur um sig aftur, þessi sem lýgur því að mér að líf mitt verði auðugra ef ég eignast fleiri börn. Börnin mín gefa mér vitanlega margt og ég vildi ekki fara gegnum lífið án þess að reyna þetta, en djöfull sem það getur nú verið leiðinlegt og tímafrekt að eiga þau.

„En ég man ekkert eftir öllum kúkableiunum og gubbinu og andvökunum og afsali sjálfstæðis og gleðistunda.“

Ég hef líka séð konuna mína eignast þessi tvö börn. Hún getur logið því að mér og sjálfri sér eins og hún vill að þetta hafi verið besta og frábærasta upplifun lífs hennar. Ég veit betur. Í bæði skiptin, þótt ólík væru, einkenndust þessar stundir af ómannlegum sársauka, langri baráttu við krampa og ógleði, óþægilega stórum skammti af stressi og dauðahaldi á því haldreipi að þetta tæki enda áður en eitthvað hræðilegt ætti sér stað. „Yndislegasta upplifun ævi minnar!“ Aha, einmitt.

Sennilega gerir náttúran þetta til að halda okkur réttum megin. Ef við værum öll í skynsemisgírnum, til að mynda með þetta fæðingamál, myndi engin kona eignast fleiri en eitt barn og það er ekki góð stærðfræði. Og ætli það sé svo ekki svipað upp á teningnum með stjórnmálin? Um leið og haldið er til nýrra kosninga lofa allir öllu fögru og oftar en ekki því sama og lofað var síðast. Okkur virðist engu skipta hvort loforðið var svikið síðast eður ei, við erum alveg til í að kokgleypa vitleysuna, jafnvel þótt vitiborið fólk sýni okkur svart á hvítu að sami kjaftavaðall hafi farið þráðbeint niður um ræsið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þarna þykknar plottið sjálfsagt eitthvað og auðvitað spilar húsbóndahollusta og hjarðhegðun inn í. Það að trúa forystufólki í blindni án hjálpar skynsemi eða gagnrýni. En fyrst og fremst trúum við því bara að ekki geti fryst aftur á haustin.

Vonin er sterk og birtist okkur í ýmsum myndum. Áhangendur afleitra íþróttaliða kannast við þá sannfæringu við upphaf tímabils að þeirra lið muni nú loksins rífa sig upp og eyða tímabilinu í einu af toppsætunum, ef ekki hreinlega í titilssætinu. Enda þótt ekkert hafi gengið síðustu þrjá áratugina og ekkert bendi til þess að breyting verði þar á trúum við úrtökulaust. Og samt sem áður eru Raiders strax í bullandi rugli og tímabilið ekki hálfnað. Ég er gapandi hissa þrátt fyrir að hafa innst inni vitað þetta upp á hár, en mín einlæga von fleytir mér enn á þau feigðarmið að liðið nái í úrslitakeppnina.

Vonin flytur auðvitað fjöll og þannig komst íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á EM og nú aftur á HM. Vonin býr til trúna og trúin ýtir okkur áfram, lengra en við vissum að við gætum í átt til draumanna. Og þannig kemst Ísland á HM. En ég er hræddur um að vonin dugi ekki til þess að stöðva haustfrostið þótt það væri vissulega næs.

Eða hvað? Hvar endar þetta þá? Eigum við að reyna að berjast á móti sjálfsblekkingunni? Eigum við að halda því sérstaklega til haga hversu sársaukafullt það er að eignast börn og leiðinlegt að ala þau upp? Eða eigum við kannski frekar að virkja þessa tilfinningu og nota hana til að komast fram úr á morgnana? Helvítis skynsemin er kannski óskaplega holl, en hún fer létt með að drepa allan lífsneista ef hún er ofnotuð. Ég ætla þess vegna að trúa því að ég þurfi aldrei að skafa haustið 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár