Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks með þær skerðingar sem átt hafa sér stað á kjörum þeirra. Fjöldi þeirra sem þiggur eingöngu ellilífeyri er fastur í fátæktargildru og getur ekki rétt hlut sinn með því að ná sér í aukatekjur. Tveir stórfundir hafa verið haldnir að undanförnu þar sem þessi óánægja hefur brotist upp á yfirborðið. Fólk er reitt vegna skerðinga og svikinna loforða stjórnvalda.
Á stórfundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói, sem bar yfirskriftina Út úr fátæktargildrunni, sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka fyrir svörum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagði óþolandi mismunun vera ríkjandi í garð eldri borgara.
„Það hefur verið flakkað með frítekjumarkið mörgum sinnum frá hruni og vikið frá norrænu velferðarkerfi Það á enginn að þurfa að vera fátækur. Það er komið að okkur! Við neitum því að vera á síðasta söludegi,“ sagði hún og skoraði á stjórnmálamenn að standa við …
Athugasemdir