Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svikin loforð og endurnýjuð

Eldri borg­ur­um er nóg boð­ið. Fólki er ýtt út í skattsvik vilji það ekki vera fast í fá­tækt­ar­gildru. All­ir flokk­ar lofa af­námi eða hækk­un frí­tekju­marks. „Það er fjöldi manns sem þarf að hokra," seg­ir Gísli Jafets­son. Bjarni Bene­dikts­son lof­aði af­námi tekju­teng­inga á líf­eyri ár­ið 2013.

Svikin loforð og endurnýjuð
Samstillt loforð Allir frambjóðendur í Háskólabíói lofuðu eldri borgurum að hækka eða afnema frítekjumarkið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks með þær skerðingar sem átt hafa sér stað á kjörum þeirra. Fjöldi þeirra sem þiggur eingöngu ellilífeyri er fastur í fátæktargildru og getur ekki rétt hlut sinn með því að ná sér í aukatekjur. Tveir stórfundir hafa verið haldnir að undanförnu þar sem þessi óánægja hefur brotist upp á yfirborðið. Fólk er reitt vegna skerðinga og svikinna loforða stjórnvalda.

Á stórfundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói, sem bar yfirskriftina Út úr fátæktargildrunni, sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka fyrir svörum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagði óþolandi mismunun vera ríkjandi í garð eldri borgara.

„Það hefur verið flakkað með frítekjumarkið mörgum sinnum frá hruni og vikið frá norrænu velferðarkerfi Það á enginn að þurfa að vera fátækur. Það er komið að okkur! Við neitum því að vera á síðasta söludegi,“ sagði hún og skoraði á stjórnmálamenn að standa við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár