Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svikin loforð og endurnýjuð

Eldri borg­ur­um er nóg boð­ið. Fólki er ýtt út í skattsvik vilji það ekki vera fast í fá­tækt­ar­gildru. All­ir flokk­ar lofa af­námi eða hækk­un frí­tekju­marks. „Það er fjöldi manns sem þarf að hokra," seg­ir Gísli Jafets­son. Bjarni Bene­dikts­son lof­aði af­námi tekju­teng­inga á líf­eyri ár­ið 2013.

Svikin loforð og endurnýjuð
Samstillt loforð Allir frambjóðendur í Háskólabíói lofuðu eldri borgurum að hækka eða afnema frítekjumarkið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Gríðarleg óánægja er á meðal eftirlaunafólks með þær skerðingar sem átt hafa sér stað á kjörum þeirra. Fjöldi þeirra sem þiggur eingöngu ellilífeyri er fastur í fátæktargildru og getur ekki rétt hlut sinn með því að ná sér í aukatekjur. Tveir stórfundir hafa verið haldnir að undanförnu þar sem þessi óánægja hefur brotist upp á yfirborðið. Fólk er reitt vegna skerðinga og svikinna loforða stjórnvalda.

Á stórfundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói, sem bar yfirskriftina Út úr fátæktargildrunni, sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka fyrir svörum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagði óþolandi mismunun vera ríkjandi í garð eldri borgara.

„Það hefur verið flakkað með frítekjumarkið mörgum sinnum frá hruni og vikið frá norrænu velferðarkerfi Það á enginn að þurfa að vera fátækur. Það er komið að okkur! Við neitum því að vera á síðasta söludegi,“ sagði hún og skoraði á stjórnmálamenn að standa við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu