Víðtæk samstaða er um að líkamlegar og læknisfræðilegar aldursgreiningar eru ekki studdar sannreyndum vísindalegum læknisaðferðum og að þær geta ekki gefið áreiðanlega niðurstöðu um raunaldur. Þetta er á meðal þess sem segir í nýrri skýrslu Evrópuráðsins um aldursgreiningar. Þess má geta að Ísland á aðild að Evrópuráðinu.
Þá segir að sérfræðingar séu sammála um að niðurstöður líkamsrannsókna séu í besta falli upplýst ágiskun. Auk veikleika vísindanna sem að baki liggja og ónákvæmni þeirra hafi fjölmörg dæmi sýnt fram á að rannsóknirnar geti haft skaðleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og vellíðan þeirra sem gangast undir slíkar rannsóknir. Af þessum ástæðum ættu ríki að minnka verulega notkun líkamsrannsókna við ákvörðun á aldri hælisleitenda og ættu einungis að grípa til þeirra sem allra síðasta úrræði.
Hér á landi hafa yfirvöld notað röntgenrannsóknir á tönnum til þess að fá úr því skorið hvort …
Athugasemdir