Thomas Møller Olsen hefur verið sakfelldur fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og dæmdur í 19 ára fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu, en Thomas var ákærður fyrr á árinu fyrir að verða stúlkunni að bana með því að ráðast á hana í bíl sem hann hafði á leigu og varpa henni í sjóinn þar sem hún drukknaði.
Ákæruvaldið fór fram á að Thomas yrði dæmdur í minnst sextán ára fangelsi fyrir manndráp og minnst tveggja ára fangelsi vegna brota á fíkniefnalögum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að 19 ára fangelsisvist væri hæfileg refsing.
Þá er Thomasi gert að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmar fjórar milljónir króna í skaðabætur auk vaxta og Sigurlaugu Sveinsdóttur, móður hennar, rúmar þrjár milljónir auk vaxta. Jafnframt leggst á hann 21 milljónar málsvarnarkostnaður.
Athugasemdir