Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín sagði sig úr uppstillingarnefndinni: „Er ekki handbendi neins“

„Vil ekki að ákvarð­an­ir mín­ar eft­ir þing­störf­in þvæl­ist fyr­ir þeim sem nú fara fram,“ skrif­ar Katrín Júlí­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyrr­ver­andi þing­kona og ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Katrín sagði sig úr uppstillingarnefndinni: „Er ekki handbendi neins“

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi þingkona og ráðherra Samfylkingarinnar til margra ára, sagði sig úr uppstillingarnefnd vegna framboðs flokksins í Suðvesturkjördæmi í morgun. 

Stundin greindi frá setu hennar í uppstillingarnefndinni í gær og spruttu umræður um málið víða á samfélagsmiðlum. 

Katrín sagði sig úr nefndinni snemma í morgun og greinir frá því í athugasemdum á Facebook þar sem rætt hafði verið um málið.

„Ég sagði mig úr nefndinni snemma í morgun. Er með fótgönguliðaeðli í mér og fannst sjálfsagt og eðlilegt að nota pólitíska reynslu í flokksstarfi nú þegar lítill tími er til stefnu. Sósíaldemókratinn í mér lifir nefnilega góðu lífi og vildi ég nú bara hjálpa til,“ skrifar Katrín og bætir við: „Er ekki handbendi neins og vil ekki að ákvarðanir mínar eftir þingstörfin þvælist fyrir þeim sem nú fara fram. Eitt atriði sem ég vil nefna er að í SFF eru tæplega 30 fyrirtæki þmt bankarnir sem að 2/3 hluta eru í eigu ríkis og í samtökunum eru einnig sparisjóðirnir. Væri gaman að eiga efnislegt samtal um þróun þessa umhverfis og markmið við tækifæri. En einblínum nú á fólkið sem er að fara fram í öllum flokkum og ræðum málefnin.“

Katrín var þingkona Samfylkingarinnar á tímabilinu 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013. Hún hefur svo starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár