Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín sagði sig úr uppstillingarnefndinni: „Er ekki handbendi neins“

„Vil ekki að ákvarð­an­ir mín­ar eft­ir þing­störf­in þvæl­ist fyr­ir þeim sem nú fara fram,“ skrif­ar Katrín Júlí­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyrr­ver­andi þing­kona og ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Katrín sagði sig úr uppstillingarnefndinni: „Er ekki handbendi neins“

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi þingkona og ráðherra Samfylkingarinnar til margra ára, sagði sig úr uppstillingarnefnd vegna framboðs flokksins í Suðvesturkjördæmi í morgun. 

Stundin greindi frá setu hennar í uppstillingarnefndinni í gær og spruttu umræður um málið víða á samfélagsmiðlum. 

Katrín sagði sig úr nefndinni snemma í morgun og greinir frá því í athugasemdum á Facebook þar sem rætt hafði verið um málið.

„Ég sagði mig úr nefndinni snemma í morgun. Er með fótgönguliðaeðli í mér og fannst sjálfsagt og eðlilegt að nota pólitíska reynslu í flokksstarfi nú þegar lítill tími er til stefnu. Sósíaldemókratinn í mér lifir nefnilega góðu lífi og vildi ég nú bara hjálpa til,“ skrifar Katrín og bætir við: „Er ekki handbendi neins og vil ekki að ákvarðanir mínar eftir þingstörfin þvælist fyrir þeim sem nú fara fram. Eitt atriði sem ég vil nefna er að í SFF eru tæplega 30 fyrirtæki þmt bankarnir sem að 2/3 hluta eru í eigu ríkis og í samtökunum eru einnig sparisjóðirnir. Væri gaman að eiga efnislegt samtal um þróun þessa umhverfis og markmið við tækifæri. En einblínum nú á fólkið sem er að fara fram í öllum flokkum og ræðum málefnin.“

Katrín var þingkona Samfylkingarinnar á tímabilinu 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013. Hún hefur svo starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár