Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sakar ráðherra um „helför“

Magnús Þór Haf­steins­son, áhrifa­mað­ur í Flokki fólks­ins, seg­ir Við­reisn hata ís­lensk­an land­bún­að.

Sakar ráðherra um „helför“

Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri héraðsblaðsins Vesturlands og frambjóðandi Flokks fólksins í síðustu þingkosningum, sakar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um „helför“ vegna stefnu fráfarandi ríkisstjórnar í málefnum sauðfjárbænda.

Flokkur fólksins hefur mælst hátt í skoðanakönnunum undanfarna mánuði og vakið athygli fyrir þjóðernispopúlískan málflutning. Eitt af einkennum þjóðernispopúlískra hreyfinga í Evrópu er tilhneiging þeirra til að gera lítið úr atburðum á borð við helförina.

„Stöðvið helför landbúnaðarráðherra!“ er titillinn á leiðara Magnúsar í Vesturlandi um stöðu sauðfjárræktar sem var endurbirtur á Eyjunni um helgina. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra Viðreisnar vill láta lóga fimmtu hverju [sic] kind í landinu,“ segir í leiðaranum. „Það verður að stöðva fyrirætlaða helför landbúnaðarráðherra. Það verður að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum að hatur Viðreisnar á íslenskum landbúnaði og fyrirlitning þessa flokks á fullveldi þjóðarinnar fái að brjótast út með þessum barnalega hætti.“

Magnús Þór var þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á árunum 2003 til 2007 og vakti meðal annars athygli fyrir þingræður og greinarskrif um að takmarka ætti frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og „stýra flæði erlendra nýbúa til landsins“.

Hann rataði svo í fréttirnar árið 2008 þegar hann lagðist gegn því að Akranesbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Nýlega þýddi hann bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir Hege Storhaug, norska baráttukonu gegn múslimum sem gagnrýnd hefur verið fyrir að ala á hatri gegn innflytjendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár