Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gallharður þjóðernissinni leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík

Magnús Þór Haf­steins­son var rek­inn af Skessu­horni í kjöl­far þess að kvart­að var und­an hegð­un hans á slysstað. Hann var þing­flokks­formað­ur Frjáls­lynda flokks­ins, barð­ist gegn „flæði er­lendra ný­búa til Ís­lands“ og býð­ur sig nú fram fyr­ir Flokk fólks­ins.

Gallharður þjóðernissinni leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík

Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins skipar oddvitasæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi út í dag. 

Magnús Þór var þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á árunum 2003 til 2007 og vakti meðal annars athygli fyrir þingræður og greinarskrif um að takmarka ætti frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og „stýra flæði erlendra nýbúa til landsins“. Hann rataði svo í fréttirnar árið 2008 þegar hann lagðist gegn því að Akranesbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Nýlega þýddi hann svo bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir Hege Storhaug, norska baráttukonu gegn múslimum sem gagnrýnd hefur verið fyrir að ala á hatri gegn innflytjendum.  

Í fréttatilkynningunni frá Flokki fólksins eru eftirfarandi orð höfð eftir Magnúsi Þór: „Ég tel það mikinn heiður að vera boðið að leiða lista Fólks flokksins í Reykjavík norður. Flokkur fólksins berst fyrir göfugum málstað sem er að rétta hlut þeirra verst settu í samfélaginu. Ég hef hrifist af einurð og festu Ingu Sælands formanns Flokks fólksins. Hún er sú rödd sem alþýða þessa lands hefur beðið eftir að heyra frá hruni. Inga Sæland verður að komast á þing.” Þá kemur fram að undanfarin ár hafi hann sinnt bókaskrifum, hvalveiðum, blaðamennsku og ritstjórn. 

Stundin greindi frá því í vor að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum hjá héraðsfréttablaðinu Skessuhorni daginn eftir að banaslys varð í höfninni í Ólafsvík í febrúar á þessu ári. Á rýnifundi vegna slyssins ákváðu viðbragðsaðilar að koma á framfæri formlegri kvörtun vegna hegðunar Magnúsar Þórs á slysstað. Stundin hefur fengið staðfest að yfirlæknir í Ólafsvík tók að sér að kvarta til ritstjóra og var Magnús Þór látinn taka pokann sinn í kjölfarið. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, staðfesti í samtali við Stundina að Magnúsi Þór hafi verið sagt upp störfum eftir atvikið, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 

Eftir þetta réði Vefpressan, útgáfufélag Björns Inga Hrafnssonar, Magnús Þór sem ritstjóra blaðsins Vesturland sem dreift er frítt inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi, í Kjós og á Kjalarnesi tvisvar í mánuði. Nú er hann genginn til liðs við Flokk fólksins og gefur kost á sér sem oddviti á framboðslistanum í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár