Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gallharður þjóðernissinni leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík

Magnús Þór Haf­steins­son var rek­inn af Skessu­horni í kjöl­far þess að kvart­að var und­an hegð­un hans á slysstað. Hann var þing­flokks­formað­ur Frjáls­lynda flokks­ins, barð­ist gegn „flæði er­lendra ný­búa til Ís­lands“ og býð­ur sig nú fram fyr­ir Flokk fólks­ins.

Gallharður þjóðernissinni leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík

Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins skipar oddvitasæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi út í dag. 

Magnús Þór var þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á árunum 2003 til 2007 og vakti meðal annars athygli fyrir þingræður og greinarskrif um að takmarka ætti frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og „stýra flæði erlendra nýbúa til landsins“. Hann rataði svo í fréttirnar árið 2008 þegar hann lagðist gegn því að Akranesbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Nýlega þýddi hann svo bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir Hege Storhaug, norska baráttukonu gegn múslimum sem gagnrýnd hefur verið fyrir að ala á hatri gegn innflytjendum.  

Í fréttatilkynningunni frá Flokki fólksins eru eftirfarandi orð höfð eftir Magnúsi Þór: „Ég tel það mikinn heiður að vera boðið að leiða lista Fólks flokksins í Reykjavík norður. Flokkur fólksins berst fyrir göfugum málstað sem er að rétta hlut þeirra verst settu í samfélaginu. Ég hef hrifist af einurð og festu Ingu Sælands formanns Flokks fólksins. Hún er sú rödd sem alþýða þessa lands hefur beðið eftir að heyra frá hruni. Inga Sæland verður að komast á þing.” Þá kemur fram að undanfarin ár hafi hann sinnt bókaskrifum, hvalveiðum, blaðamennsku og ritstjórn. 

Stundin greindi frá því í vor að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum hjá héraðsfréttablaðinu Skessuhorni daginn eftir að banaslys varð í höfninni í Ólafsvík í febrúar á þessu ári. Á rýnifundi vegna slyssins ákváðu viðbragðsaðilar að koma á framfæri formlegri kvörtun vegna hegðunar Magnúsar Þórs á slysstað. Stundin hefur fengið staðfest að yfirlæknir í Ólafsvík tók að sér að kvarta til ritstjóra og var Magnús Þór látinn taka pokann sinn í kjölfarið. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, staðfesti í samtali við Stundina að Magnúsi Þór hafi verið sagt upp störfum eftir atvikið, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 

Eftir þetta réði Vefpressan, útgáfufélag Björns Inga Hrafnssonar, Magnús Þór sem ritstjóra blaðsins Vesturland sem dreift er frítt inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi, í Kjós og á Kjalarnesi tvisvar í mánuði. Nú er hann genginn til liðs við Flokk fólksins og gefur kost á sér sem oddviti á framboðslistanum í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár