Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins skil­aði um­sögn um mann­kosti lög­fræð­ings sem sótti um upp­reist æru ár­ið 2008.

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem nú er í sigti héraðssaksóknara vegna leynilegrar peningaeignar í gegnum skattaskjólsfélag á Panama og bankareikning í Sviss, skrifaði meðmæli fyrir lögmann sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi fyrir skilasvik árið 2005.

Þetta kemur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins sem Stundin fékk afhent eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að almenningur ætti rétt á upplýsingunum, þvert á afstöðu dómsmálaráðuneytisins og meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Maðurinn sótti um uppreist æru árið 2008, enda hugðist hann endurheimta lögmannsréttindin og hefja lögmannsrekstur á nýjan leik. 

Fram kemur í umsögn Júlíusar að maðurinn hafi gott lag á að nálgast skjólstæðinga sína af yfirvegun, stillingu og varfærni. Hann hafi reynst mörgum þeirra sem til hans leita „hjálparhella og stuðningur á erfiðum tímum“. Þeir Júlíus þekkjast bæði gegnum störf sín sem lögreglumenn og sem lögmenn.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lagði til við forseta Íslands að maðurinn fengi uppreist æru og varð Ólafur Ragnar Grímsson við beiðninni þann 21. október 2008 í samræmi við lög og stjórnsýsluhefðir. Maðurinn starfar sem lögmaður í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár