Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar boðar til opins fundar með dómsmálaráðherra en leggst gegn rannsókn

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn kalla eft­ir því að Brynj­ar Ní­els­son víki sem formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. Hann leggst gegn því að nefnd­in rann­saki embætt­is­færsl­ur ráð­herra.

Brynjar boðar til opins fundar með dómsmálaráðherra en leggst gegn rannsókn

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ætlar að halda opinn fund í nefndinni á þriðjudag þar sem dómsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Gert er ráð fyrir því að fundurinn fari fram kl. 10 og er fundarefnið reglur um uppreist æru. Þingmönnum var tilkynnt um þetta í kvöld samkvæmt upplýsingum Stundarinnar, en samþykkt var á nefndarfundi á fimmtudag að boðað yrði til opins fundar.

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að mikilvægt sé að halda áfram umfjöllun nefndarinnar um verklag við veitingu uppreistar æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti,“ skrifar hún og bætir við: „Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar.“

Píratar hafa einnig kallað eftir því að Brynjar víki sem formaður nefndarinnar í ljósi atburða undanfarinna daga. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók undir þá kröfu í dag.

Haft er eftir Brynjari Níelssyni á Vísi.is að hann telji enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í þeim málum sem leiddu til stjórnarslitanna eins og Viðreisn hefur kallað eftir.

Forseti Alþingis mun funda með formönnum þingflokka um framhald þingstarfa í hádeginu á morgun. Síðan er gert ráð fyrir opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þriðjudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár