Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Bene­dikt Jó­hann­es­son vék sér und­an spurn­ing­um um fram­hald Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn. Ótt­arr Proppé vissi ekki að Bene­dikt Sveins­son hefði und­ir­rit­að með­mæli fyr­ir Hjalta Hauks­son og spurði ekki fyr­ir hvern með­mæl­in voru. Bjarni Bene­dikts­son hafi ekki „boð­ið“ slík­ar upp­lýs­ing­ar.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Björt framtíð sagði sig úr ríkisstjórn. Benedikt vék sér undan spurningum um hvort hann gæti hugsað sér að sitja áfram í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins í viðtali í aukafréttatíma RÚV sem lauk rétt í þessu. Þingflokkur Viðreisnar sendi þó út yfirlýsingu í nótt þar sem kallað var eftir kosningum sem allra fyrst.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði þá Benedikt Jóhannesson ekki hafa vitað fyrir hvern Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, undirritaði meðmæli þegar þeim var greint frá aðkomu hans að uppreist æru brotamanns á mánudag. Bjarni Benediktsson hafi eingöngu tjáð þeim að Benedikt Sveinsson væri umsagnaraðili eins þeirra sem fengið hefði uppreist æru. Óttarr segir að þeim hafi ekki verið boðið upp á frekari upplýsingar og þeir ekki spurt.

„Það var ekki boðið aðrar upplýsingar“

„Við vissum að það væru mjög mörg mál undir og vissum að málinu hafði verið skotið til úrskurðarnefndar,“ sagði Óttarr í aukafréttatímanum. Aðspurður hvort hann hafi ekki óskað frekari upplýsinga og spurt hverjum Benedikt Sveinsson hefði mælt með, sagði Óttarr: „Það má vera, eftir á að hyggja, að maður hefði átt að vera stífari en það var ekki boðið aðrar upplýsingar [sic] og ekki gefið í skyn að það hefðu liðið heilir tveir mánuðir frá því forsætisráðherra fékk þessar upplýsingar.“ 

En vissi Óttarr að Bjarni Benediktsson fékk upplýsingar um undirritun föður síns frá dómsmálaráðherra, sama aðila og hafði ítrekað haldið því fram að um viðkvæmar persónuupplýsingar væri að ræða sem ættu leynt að fara lögum samkvæmt? „Ekki upplifði ég okkar spjall á þessum fundi þannig. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri eitthvað sem hefði verið rétt að koma í ljós,“ svaraði Óttarr. Hann telur óumflýjanlegt að þær ákvarðanir sem teknar voru um leynd yfir málum þeirra sem fengið hafa uppreist æru verði skoðaðar í nýju ljósi. „Auðvitað er þetta ömurlegt mál.“

„Ekki upplifði ég okkar spjall á
þessum fundi þannig“

Í viðtalinu við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði hann málið erfitt. „Eðli málsins samkvæmt kemur þarna mikil tortryggni upp. (...) Í þessu máli þá er þetta þannig að ég tel að þarna hefði það verið mjög óeðlilegt ef Bjarni hefði farið að upplýsa okkur Óttar alveg sérstaklega um þetta.“

Hann viðurkenndi að eftir á að hyggja væri augljóst að þeir Óttarr hefðu átt að spyrja Bjarna Benediktsson fyrir hvern faðir hans hefði undirritað meðmæli.

„Í þessu máli er komin upp geysilega mikil tortryggni milli þjóðarinnar annars vegar og stjórnmálanna hins vegar. Samúð allra er með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Benedikt. „Það verður ekki gert nema þjóðin verði sannfærð um að þetta mál hafi verið upplýst alveg frá upphafi til enda. Við megum ekki stinga neinu undir stól. Þarna verður þjóðin að ná sátt um þetta mál. Þetta mál er þess eðlis að við verðum að vera öll sátt við það að þarna hafi verið eðlileg vinnubrögð.“

Aðspurður um framhald Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sagði hann: „Ég get auðvitað ekki fullyrt um það á þessari stundu. En ég get fullyrt að það verður að nást niðurstaða í þessu máli.“ 

Framsókn útilokar að leysa Bjarta framtíð af hólmi

Formenn stjórnarandstöðunnar hafa bent á að mögulegt sé að boða til kosninga með þriggja vikna fyrirvara. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið ábyrgðarlaust af Bjartri framtíð og Viðreisn að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í janúar.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina hafa „staðið á brauðfótum frá stofnun“. Þá vekur athygli að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar að Framsóknarflokkurinn gangi inn í núverandi ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.

„Nema Sjálfstæðisflokknum,
hann er óstjórntækur.“

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist ekki útiloka myndun ríkisstjórn með öllum flokkum, „Nema Sjálfstæðisflokknum, hann er óstjórntækur.“ Hún lagði til að fyrir þingrof myndi Alþingi samþykkja nýja stjórnmálaskrá.

Bjarni Benediktsson neitaði að tjá sig um málið fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir í Valhöll. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom í viðtal hjá RÚV og Stöð 2 og sagði Bjarna Benediktsson njóta trausts flokksmanna. „Bjarni hefur verið kosinn formaður, og hefur stuðning sjálfstæðismanna,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að málið væri flókið, og að mikilvægt væri að fara rólega í gegnum það, en augljóst væri að það þyrfti sem allra fyrst „að herða refsingar gegn kynferðisofbeldismönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár