Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir það lýsa stórkostlegu ábyrgðarleysi af hálfu þessa „litla flokks“, Bjartrar framtíðar, að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. „„Mér hefði fundist að þau ættu að gefa forsætisráðherra tækifæri á að tjá sig um málið og ræða þetta við samstarfsflokkana frekar. En þessi tilkynning, undir miðnætti í gær, af einhverjum netfundi stjórnar þessa flokks sýnir það auðvitað að þessum flokki var auðvitað aldrei nein alvara í því að axla ábyrgð hér á ríkismálunum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands. Þetta er auðvitað háalvarlegt mál að mínu mati, að menn taki að sér að axla þessa ábyrgð en standi ekki meira undir henni en svona,“ sagði Sigríður í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
„Fólk var mjög sammála um þetta að lengra yrði ekki gengið.“
Athugasemdir