Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigríður: Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa „litla flokks“

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ir ákvörð­un Bjartr­ar fram­tíð­ar um að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu lýsa „stór­kost­legu ábyrgð­ar­leysi“. Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra seg­ir Sig­ríði gera lít­ið úr ákvörð­un flokks­ins. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra seg­ir stjórn­arslit­in sýna að fólk hafi feng­ið nóg af leynd­ar­hyggju kerfi þar sem of­beldi gegn kon­um og börn­um er tek­ið af létt­úð og and­vara­leysi.

Sigríður: Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa „litla flokks“
Stórkostlegt ábyrgðarleysi Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun Bjartrar framtíðar lýsa stórkostlegu ábyrgðarleysi. Mynd: Pressphotos

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir það lýsa stórkostlegu ábyrgðarleysi af hálfu þessa „litla flokks“, Bjartrar framtíðar, að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. „„Mér hefði fundist að þau ættu að gefa forsætisráðherra tækifæri á að tjá sig um málið og ræða þetta við samstarfsflokkana frekar. En þessi tilkynning, undir miðnætti í gær, af einhverjum netfundi stjórnar þessa flokks sýnir það auðvitað að þessum flokki var auðvitað aldrei nein alvara í því að axla ábyrgð hér á ríkismálunum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands. Þetta er auðvitað háalvarlegt mál að mínu mati, að menn taki að sér að axla þessa ábyrgð en standi ekki meira undir henni en svona,“ sagði Sigríður í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

„Fólk var mjög sammála um þetta að lengra yrði ekki gengið.“

Þungbær ákvörðunBjört Ólafsdóttir segir ákvörðunina um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hafa verið þungbæra því á hinn bóginn hafi margt gengið vel og Bjartri framtíð gengið …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu