Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur segir nauðsynlegt að breyta skólamenningunni í heild til þess að koma í veg fyrir kynferðiseinelti. Hún telur víst að kynferðiseinelti sé frekar algengt í íslenskum skólum en helstu birtingarmyndir þess eru kynferðisleg áreitni, druslustimplun og hinsegin einelti.
„Svona er bara lífið, það er komið svona fram við alla hérna í kringum mig. Ég er bara að lenda verst í þessu því að ég er með stærstu brjóstin.“
Svona lýsir þátttakandi í rannsókn Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur kynjafræðings viðhorfinu sem hún sjálf hafði gagnvart kynferðiseineltinu sem hún varð fyrir í skóla. Rannveig segir afar marga, ef ekki flesta, geta fundið dæmi um skólafélaga sem orðið hafa fyrir kynferðiseinelti af einhverju tagi, en hún lauk nýverið rannsóknarskýrslu um kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir