Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 8. - 21. september 2017

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 8. - 21. september 2017

Milkywhale útgáfuhóf & Hildur

Hvenær: 8. september kl. 21.00
Hvar: KEX Hostel
Aðgangseyrir: Ókeypis inn.

Fáar hljómsveitir eru jafn uppátækjasamar og dansvænar og Milkywhale, en þessi gleðibomba býður fólki að fagna með þeim samnefndri plötu sinni sem kom út í sumar. Þeim til liðsauka er poppgyðjan Hildur sem hefur hitað upp raddböndin á ýmsum hátíðum um landið í sumar og gaf út haustsmellinn „Næsta sumar“ fyrir skömmu.

The Sixth Sense

Hvenær: 8. september kl. 20.00
Hvar: Bíó Paradís
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Ógleymanlega hrollvekjan frá M. Night Shyamalan ratar aftur á stóra tjaldið í sérstakri föstudagspartísýningu í Bíó Paradís. Haley Joel Osment og Bruce Willis fara með aðalhlutverk í myndinni um ungan pilt sem getur séð drauga og barnasálfræðinginn sem reynir að hjálpa honum.

Icelandic Country Music Festival

Hvenær: 9. september
Hvar: Hvíta Húsinu, Selfossi
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þessi tónlistarhátíð, sem er haldin í fyrsta sinn, er tileinkuð kántrí-tónlistinni. Fram koma meðal annars Arnar Ingi Ólafsson, sem hefur verið kallaður Johnny Cash Íslands, hinn færeyski Hallur Joensen og hljómsveitin Axel O & Co.

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Hvenær: 9.–24. september
Hvar: Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús.
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Þetta er síðasti af þremur gjörningum tengdum sýningu hans Ragnars Kjartanssonar, Guð, hvað mér líður illa. Á honum spila tíu tónlistarmenn á gítar víðs vegar um sýningarsalina yfir tveggja vikna tímabil. Samhliða tónlistinni verður spilað þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi úr myndinni Morðsaga frá 1977; geta má að leikararnir eru foreldrar Ragnars, og gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn um það leyti sem myndin var tekin upp.

Rússneskir kvikmyndadagar

Hvenær: 14.–17. september
Hvar: Bíó Paradís
Aðgangseyri: Ókeypis inn. 

Þessi hátíð er haldin í fimmta skiptið, en á henni eru sýndar margar af bestu kvikmyndum Rússlands sem margar hverjar hafa unnið til verðlauna. Myndirnar eru sýndar á rússnesku með enskum texta.

Myrkfælni x KFJC 89.7

Hvenær: 15. & 16. september
Hvar: Húrra
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Íslenska jaðartónlistartímaritið Myrkfælni heldur fjáröflunartónleika fyrir öðru blaði sínu, en tíu hljómsveitir leggja þeim lið, meðal annars dauðasörf rokkararnir í Bárujárni, leðjupönkararnir í Döpur, synthpönkarinn Rex Pistols og tómhyggjupönkararnir í Skröttum. Viðburðinum verður útvarpað beint af KFJC 89.7 FM frá Kaliforníu.

Hefnendabíó: Battle Royale

Hvenær: 19. september kl. 20.00
Hvar: Húrra
Aðgangseyrir: Ókeypis aðgangur.

Hefnendurnir er hlaðvarpsþáttur í umsjón listamannsins Hugleiks Dagssonar og handritshöfundsins Jóhanns Ævars Grímssonar, en þeir bjóða reglulega hlustendum sínum að sjá menningarlega mikilvægar myndir. Hin japanska Battle Royale er tekin fyrir í þetta skiptið, en hún var sterkur áhrifavaldur á Hunger Games-bækurnar.

Frönsk veisla - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hvenær: 21. september kl. 19.30.
Hvar: Harpa, Eldborg
Aðgangseyrir: frá 2.500 kr.

Aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Yan Pascal Tortelier, stýrir tónleikum þar sem flutt verða létt og aðgengileg tónverk frá heimalandi hans, meðal annars vinsælir þættir úr verkum Offenbachs, tvö ólík verk eftir Maurice Ravel, Konsert Poulencs og fleiri. Með Sinfóníuhljómsveitinni koma fram koma hollensku píanó-ungstirnin Lucas og Arthur Jussen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár