Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 8. - 21. september 2017

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 8. - 21. september 2017

Milkywhale útgáfuhóf & Hildur

Hvenær: 8. september kl. 21.00
Hvar: KEX Hostel
Aðgangseyrir: Ókeypis inn.

Fáar hljómsveitir eru jafn uppátækjasamar og dansvænar og Milkywhale, en þessi gleðibomba býður fólki að fagna með þeim samnefndri plötu sinni sem kom út í sumar. Þeim til liðsauka er poppgyðjan Hildur sem hefur hitað upp raddböndin á ýmsum hátíðum um landið í sumar og gaf út haustsmellinn „Næsta sumar“ fyrir skömmu.

The Sixth Sense

Hvenær: 8. september kl. 20.00
Hvar: Bíó Paradís
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Ógleymanlega hrollvekjan frá M. Night Shyamalan ratar aftur á stóra tjaldið í sérstakri föstudagspartísýningu í Bíó Paradís. Haley Joel Osment og Bruce Willis fara með aðalhlutverk í myndinni um ungan pilt sem getur séð drauga og barnasálfræðinginn sem reynir að hjálpa honum.

Icelandic Country Music Festival

Hvenær: 9. september
Hvar: Hvíta Húsinu, Selfossi
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þessi tónlistarhátíð, sem er haldin í fyrsta sinn, er tileinkuð kántrí-tónlistinni. Fram koma meðal annars Arnar Ingi Ólafsson, sem hefur verið kallaður Johnny Cash Íslands, hinn færeyski Hallur Joensen og hljómsveitin Axel O & Co.

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Hvenær: 9.–24. september
Hvar: Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús.
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Þetta er síðasti af þremur gjörningum tengdum sýningu hans Ragnars Kjartanssonar, Guð, hvað mér líður illa. Á honum spila tíu tónlistarmenn á gítar víðs vegar um sýningarsalina yfir tveggja vikna tímabil. Samhliða tónlistinni verður spilað þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi úr myndinni Morðsaga frá 1977; geta má að leikararnir eru foreldrar Ragnars, og gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn um það leyti sem myndin var tekin upp.

Rússneskir kvikmyndadagar

Hvenær: 14.–17. september
Hvar: Bíó Paradís
Aðgangseyri: Ókeypis inn. 

Þessi hátíð er haldin í fimmta skiptið, en á henni eru sýndar margar af bestu kvikmyndum Rússlands sem margar hverjar hafa unnið til verðlauna. Myndirnar eru sýndar á rússnesku með enskum texta.

Myrkfælni x KFJC 89.7

Hvenær: 15. & 16. september
Hvar: Húrra
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Íslenska jaðartónlistartímaritið Myrkfælni heldur fjáröflunartónleika fyrir öðru blaði sínu, en tíu hljómsveitir leggja þeim lið, meðal annars dauðasörf rokkararnir í Bárujárni, leðjupönkararnir í Döpur, synthpönkarinn Rex Pistols og tómhyggjupönkararnir í Skröttum. Viðburðinum verður útvarpað beint af KFJC 89.7 FM frá Kaliforníu.

Hefnendabíó: Battle Royale

Hvenær: 19. september kl. 20.00
Hvar: Húrra
Aðgangseyrir: Ókeypis aðgangur.

Hefnendurnir er hlaðvarpsþáttur í umsjón listamannsins Hugleiks Dagssonar og handritshöfundsins Jóhanns Ævars Grímssonar, en þeir bjóða reglulega hlustendum sínum að sjá menningarlega mikilvægar myndir. Hin japanska Battle Royale er tekin fyrir í þetta skiptið, en hún var sterkur áhrifavaldur á Hunger Games-bækurnar.

Frönsk veisla - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hvenær: 21. september kl. 19.30.
Hvar: Harpa, Eldborg
Aðgangseyrir: frá 2.500 kr.

Aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Yan Pascal Tortelier, stýrir tónleikum þar sem flutt verða létt og aðgengileg tónverk frá heimalandi hans, meðal annars vinsælir þættir úr verkum Offenbachs, tvö ólík verk eftir Maurice Ravel, Konsert Poulencs og fleiri. Með Sinfóníuhljómsveitinni koma fram koma hollensku píanó-ungstirnin Lucas og Arthur Jussen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár