Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir brotaþola Roberts Downey, var gestur á opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefndar um reglur um uppreist æru. Hann sagði lögin um uppreist æru úrelt og úr sér gengin og kallaði eftir lagabreytingu hið fyrsta. „Þessi lög voru búin til á þeim tíma þegar prestar og embættismenn fá að brjóta á börnum, og hljóta síðan uppreist æru. Og börnin þurfa að bera skömmina,“ sagði Bergur meðal annars.
„Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt. Við höfum þurft að skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl, skrifa hvern einasta dag inn á netmiðla til þess að það hafi heyrst í okkur. Það hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ segir Bergur.
Það versta segir hann þegar brotin eru smættuð í fjölmiðlum af opinberum aðilum og mönnum í yfirburðarstöðu og sagt að til …
Athugasemdir