Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir harð­lega það sem hann kall­ar sjálf­töku hjá Fram­taks­sjóði Ís­lands, en sjóð­ur­inn er í eigu líf­eyr­is­sjóð­anna og Lands­bank­ans, sem er nær al­far­ið í eigu rík­is­ins.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Samanlagður rekstrarkostnaður Framtakssjóðs Íslands frá 2010 nemur meira en 2,1 milljarði króna. Þetta er niðurstaðan sem blasir við þegar tölur úr ársreikningum sjóðsins eru teknar saman, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fjallar um málið í Kvennablaðinu í dag.

Framtaksssjóðurinn er að mestu í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans og var stofnaður í desember 2009 til að vinna að endurreisn íslensks atvinnulífs. Undanfarin tvö ár hefur sjóðurinn aðeins haldið utan um hlutabréf í þremur félögum, Icelandic Group, Invent Farma og IEI II hf, en á tímabilinu nam rekstrarkostnaður sjóðsins tæpum 800 milljónum króna. Telur Ragnar að hæglega hefði mátt slíta Framtakssjóðnum fyrir þremur árum og skila eignum hans til hluthafa.

Samkvæmt vef Framtakssjóðsins vinna fjórir starfsmenn hjá sjóðnum en starfsmennirnir voru sjö árið 2014. Stjórnarmenn eru fimm talsins auk þess sem 17 manns sitja í sérstöku ráðgjafaráði. Á árunum 2014, 2015 og 2016 námu laun og starfsmannakostnaður sjóðsins samtals 542 milljónum en 160 milljónir runnu til framkvæmdastjóra og stjórnar.

Ragnar Þór telur að lífeyrissjóðirnir hefðu allt eins getað haldið utan um hlutabréfaeignir Framtakssjóðsins á þessum árum. „Ekkert virðist vanta uppá fjölda stjórnenda eða skort á þekkingu innan lífeyrssjóðanna til stýra eignum Framtakssjóðsins,“ skrifar Ragnar og vísar í þessu samhengi til þess að samanlagðar launagreiðslur til stjórnarmanna og æðstu stjórnenda þeirra 14 lífeyrissjóða sem eiga í Framtakssjóði Íslands námu 940 milljónum í fyrra. Rekstrarkostnaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafans, árið 2016 var 2,5 milljarðar, en þar af nam skrifstofu- og stjórnarkostnaður 824 milljónum. 

„Yfirbygging og rekstrarkostnaður kerfisins er orðin með þvílíkum eindæmum að eitthvað verður að gerast til að vinda ofan af þessari sjálftöku í okkar litla 330 þúsund manna samfélagi,“ skrifar Ragnar og bætir við: „Ekki þurfa Norðmenn marga Olíusjóði. Ef við skoðum tölur úr rekstri Framtakssjóðs Íslands verður ekki annað ályktað en krafa um að honum verði slitið sem allra fyrst og eignum skilað til eigenda hans tafarlaust.“

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því í júní að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, hefði fengið tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Á sama ári hækkuðu laun starfsmanna Framtakssjóðsins um 13,5% á milli ára og námu um 135 milljónum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár