Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir harð­lega það sem hann kall­ar sjálf­töku hjá Fram­taks­sjóði Ís­lands, en sjóð­ur­inn er í eigu líf­eyr­is­sjóð­anna og Lands­bank­ans, sem er nær al­far­ið í eigu rík­is­ins.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Samanlagður rekstrarkostnaður Framtakssjóðs Íslands frá 2010 nemur meira en 2,1 milljarði króna. Þetta er niðurstaðan sem blasir við þegar tölur úr ársreikningum sjóðsins eru teknar saman, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fjallar um málið í Kvennablaðinu í dag.

Framtaksssjóðurinn er að mestu í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans og var stofnaður í desember 2009 til að vinna að endurreisn íslensks atvinnulífs. Undanfarin tvö ár hefur sjóðurinn aðeins haldið utan um hlutabréf í þremur félögum, Icelandic Group, Invent Farma og IEI II hf, en á tímabilinu nam rekstrarkostnaður sjóðsins tæpum 800 milljónum króna. Telur Ragnar að hæglega hefði mátt slíta Framtakssjóðnum fyrir þremur árum og skila eignum hans til hluthafa.

Samkvæmt vef Framtakssjóðsins vinna fjórir starfsmenn hjá sjóðnum en starfsmennirnir voru sjö árið 2014. Stjórnarmenn eru fimm talsins auk þess sem 17 manns sitja í sérstöku ráðgjafaráði. Á árunum 2014, 2015 og 2016 námu laun og starfsmannakostnaður sjóðsins samtals 542 milljónum en 160 milljónir runnu til framkvæmdastjóra og stjórnar.

Ragnar Þór telur að lífeyrissjóðirnir hefðu allt eins getað haldið utan um hlutabréfaeignir Framtakssjóðsins á þessum árum. „Ekkert virðist vanta uppá fjölda stjórnenda eða skort á þekkingu innan lífeyrssjóðanna til stýra eignum Framtakssjóðsins,“ skrifar Ragnar og vísar í þessu samhengi til þess að samanlagðar launagreiðslur til stjórnarmanna og æðstu stjórnenda þeirra 14 lífeyrissjóða sem eiga í Framtakssjóði Íslands námu 940 milljónum í fyrra. Rekstrarkostnaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafans, árið 2016 var 2,5 milljarðar, en þar af nam skrifstofu- og stjórnarkostnaður 824 milljónum. 

„Yfirbygging og rekstrarkostnaður kerfisins er orðin með þvílíkum eindæmum að eitthvað verður að gerast til að vinda ofan af þessari sjálftöku í okkar litla 330 þúsund manna samfélagi,“ skrifar Ragnar og bætir við: „Ekki þurfa Norðmenn marga Olíusjóði. Ef við skoðum tölur úr rekstri Framtakssjóðs Íslands verður ekki annað ályktað en krafa um að honum verði slitið sem allra fyrst og eignum skilað til eigenda hans tafarlaust.“

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því í júní að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, hefði fengið tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Á sama ári hækkuðu laun starfsmanna Framtakssjóðsins um 13,5% á milli ára og námu um 135 milljónum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár