Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir harð­lega það sem hann kall­ar sjálf­töku hjá Fram­taks­sjóði Ís­lands, en sjóð­ur­inn er í eigu líf­eyr­is­sjóð­anna og Lands­bank­ans, sem er nær al­far­ið í eigu rík­is­ins.

800 milljóna kostnaður af rekstri Framtakssjóðs undanfarin þrjú ár

Samanlagður rekstrarkostnaður Framtakssjóðs Íslands frá 2010 nemur meira en 2,1 milljarði króna. Þetta er niðurstaðan sem blasir við þegar tölur úr ársreikningum sjóðsins eru teknar saman, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fjallar um málið í Kvennablaðinu í dag.

Framtaksssjóðurinn er að mestu í eigu lífeyrissjóða og Landsbankans og var stofnaður í desember 2009 til að vinna að endurreisn íslensks atvinnulífs. Undanfarin tvö ár hefur sjóðurinn aðeins haldið utan um hlutabréf í þremur félögum, Icelandic Group, Invent Farma og IEI II hf, en á tímabilinu nam rekstrarkostnaður sjóðsins tæpum 800 milljónum króna. Telur Ragnar að hæglega hefði mátt slíta Framtakssjóðnum fyrir þremur árum og skila eignum hans til hluthafa.

Samkvæmt vef Framtakssjóðsins vinna fjórir starfsmenn hjá sjóðnum en starfsmennirnir voru sjö árið 2014. Stjórnarmenn eru fimm talsins auk þess sem 17 manns sitja í sérstöku ráðgjafaráði. Á árunum 2014, 2015 og 2016 námu laun og starfsmannakostnaður sjóðsins samtals 542 milljónum en 160 milljónir runnu til framkvæmdastjóra og stjórnar.

Ragnar Þór telur að lífeyrissjóðirnir hefðu allt eins getað haldið utan um hlutabréfaeignir Framtakssjóðsins á þessum árum. „Ekkert virðist vanta uppá fjölda stjórnenda eða skort á þekkingu innan lífeyrssjóðanna til stýra eignum Framtakssjóðsins,“ skrifar Ragnar og vísar í þessu samhengi til þess að samanlagðar launagreiðslur til stjórnarmanna og æðstu stjórnenda þeirra 14 lífeyrissjóða sem eiga í Framtakssjóði Íslands námu 940 milljónum í fyrra. Rekstrarkostnaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafans, árið 2016 var 2,5 milljarðar, en þar af nam skrifstofu- og stjórnarkostnaður 824 milljónum. 

„Yfirbygging og rekstrarkostnaður kerfisins er orðin með þvílíkum eindæmum að eitthvað verður að gerast til að vinda ofan af þessari sjálftöku í okkar litla 330 þúsund manna samfélagi,“ skrifar Ragnar og bætir við: „Ekki þurfa Norðmenn marga Olíusjóði. Ef við skoðum tölur úr rekstri Framtakssjóðs Íslands verður ekki annað ályktað en krafa um að honum verði slitið sem allra fyrst og eignum skilað til eigenda hans tafarlaust.“

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá því í júní að Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, hefði fengið tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Á sama ári hækkuðu laun starfsmanna Framtakssjóðsins um 13,5% á milli ára og námu um 135 milljónum króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífeyrismál

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár