Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að Við­reisn hafi fylgt laga­bók­stafn­um þeg­ar flokk­ur­inn tók við 1,6 millj­ón­um króna frá Helga Magnús­syni fjár­festi og fé­lög­um sem eru al­far­ið í hans eigu. Þetta kem­ur fram í svari Rík­is­end­ur­skoð­un­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Helgi Magnússon fjárfestir er ekki tengdur félögum sem hann á 100 prósenta eignarhlut í samkvæmt viðtekinni túlkun á ákvæði um „tengda aðila“ í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir Ríkisendurskoðun í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Út frá þessu áttu ásakanir um að Viðreisn hefði brotið lög með því að veita styrkjunum viðtöku ekki við rök að styðjast.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, sagði í gær að flokkurinn hefði stuðst við umrædda túlkun á lögunum þegar tekið var við 1,6 milljón króna fjárstyrk frá fjárfestinum og félögum sem hann á 100 prósenta hlut í á stofnári Viðreisnar, 2016. Styrkir einstaklinga og styrkir lögaðila voru metnir hvor í sínu lagi. Þannig var Helgi Magnússon sem einstaklingur ekki talinn tengjast félögum (lögaðilum) sem voru alfarið í eigu hans sjálfs.

Í svari Guðbrands Leóssonar, sérfræðings hjá Ríkisendurskoðun, við fyrirspurn sem Stundin sendi stofnuninni í gær kemur fram að á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga sé ljóst að tengsl Hofgarða ehf. og Varðbergs ehf. við Helga Magnússon falli ekki undir skilgreiningu laga um fjármál stjórnmálasamtaka á tengdum aðilum. „Verður [...] ekki séð að tengsl Helga og umræddra félaga falli undir ofangreinda skilgreiningu laganna á tengdum aðilum. Því sýnast bæði hann og bæði félögin hafa mátt styrkja Viðreisn í samræmi við ákvæði III. kafla laga nr. 162/2006,“ segir í svari stofnunarinnar.

Stundin sendi Ríkisendurskoðun fyrirspurn í gær og spurði hvort einkahlutafélög Helga teldust „tengd“ Helga samkvæmt túlkun stofnunarinnar á ákvæðum laga um fjármála stjórnmálasamtaka. Ríkisendurskoðun staðfestir að svo sé ekki. Jafnframt séu hvorki Helgi sjálfur né félög hans tengd Bláa lóninu ehf. og N1 ehf., enda séu hvorki hann né Varðberg ehf. skráð fyrir félögunum. Þá eigi Hofgarðar ehf. aðeins 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu og 2,24 prósenta hlut í N1, sem nægir ekki til að félögin teljist tengd samkvæmt lögunum. 

Stundin spurði einnig hvort Ríkisendurskoðun teldi að lagaákvæðið „telja skal saman framlög tengdra aðila“ ætti við um mat á hámarksfjárframlagi lögaðila eða eingöngu um framsetningu í ársreikningi. Í svarinu segir: „Að mati Ríkisendurskoðunar felur ákvæði fyrst og síðast í sér leiðsögn og áréttingu á því að séu aðilar tengdir í skilningi laganna þá megi sameiginlegt framlag þeirra ekki fara fram úr hámarksframlagi sem einstökum lögaðila eða einstaklingi er heimilt að veita stjórnmálasamtökum. Aðalatriðið í þessu sambandi er eftir sem áður að tengsl aðila falli undir áðurnefnda skilgreiningu á tengdum aðilum í 5. tölul. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ 

Undanfarna daga hefur Viðreisn legið undir ásökunum um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Þannig fullyrti til dæmis Smári McCarthy, þingmaður Pírata á Facebook, að styrkveitingarnar til Viðreisnar væru ólöglegar. „Úbbs. Þetta er heldur betur ólöglegt,“ skrifaði hann og rötuðu ummælin í fréttir. Þá kallaði Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, vegna málsins. Smári og Margrét byggðu ummæli sín á frétt Vísis um að Helgi og „félög honum tengd“ hefðu veitt Viðreisn 2,4 milljónir króna í styrki. 

Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar til Stundarinnar var þó Viðreisn á þurru landi og tók við fjárframlögum í samræmi við lögin eins og þau eru túlkuð af Ríkisendurskoðun. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir í samtali við Stundina að hún hafi fylgt leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar og verið meðvituð um þá lagatúlkun sem hér er vísað til.

Í svari við spurningu Stundarinnar um hvort Viðreisn hafi tekið við fjárframlögum í samræmi við lög segir Ríkisendurskoðun: 

„Enn sem komið er hefur ekkert annað komið í ljós en að svo hafi verið. Tekið skal fram í þessu sambandi að stofnunin kýs að birta útdrátt úr ársreikningum stjórnmálasamtaka um leið og hún hefur gengið úr skugga um að þeir séu að formi til lagi og ekkert í þeim stingi í augu. Tilgangurinn með því að birta þessar upplýsingar sem fyrst er ekki síst sá að auðvelda fjölmiðlum og almenningi að rýna þær og benda á atriði, sem vekja tortryggni eða að ástæða væri að skoða sérstaklega og stuðla þannig að því að ákvæði laganna séu virt. Ef fram koma áreiðanlegar upplýsingar um að fjárframlög einstaklinga eða lögaðila til Viðreisnar séu ekki lögum samkvæmt mun stofnunin að sjálfsögðu bregðast við með viðeigandi hætti.“

Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eru „tengdir aðilar“ skilgreindir með eftirfarandi hætti í 2. gr.:

Lögaðilar þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum, enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafnframt eignarhlutur og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg. 

Í 7. gr. laganna segir svo að telja skuli saman framlög tengdra aðila. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár