Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna

Ein­ung­is 16 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um um inn­heimt akst­urs­gjöld sín. Þing­menn geta keyrt á eig­in bif­reið­um í kjör­dæm­um sín­um og inn­heimt kostn­að frá Al­þingi fyr­ir vik­ið. Kostn­að­ur við þetta kerfi er meiri en að leigja bíla­leigu­bíla fyr­ir þing­menn. Upp­lýs­ing­arn­ar eru sagð­ar „einka­hag­ir“.

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna
Fáir veita upplýsingar Einungis einn þingmaður á Alþingi sem innheimt hefur akstursgjöld á síðustu tveimur kjörtímabilum vill veita upplýsingar um hversu há þessi gjöld eru. Þetta er Eva Pandóra Baldursdóttir úr Pírötum. Myndin er tekin á Alþingi. Mynd: Bragi Þór Jósefsson

„Ég er duglegur að heimsækja fólkið í kjördæminu,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, aðspurður um hvað hann hafi sent Alþingi háa reikninga vegna aksturs á bifreið sinni á síðasta kjörtímabili. Ásmundur neitar að gefa upplýsingar um hversu háar fjárhæðir hann fékk endurgreiddar en svipaða sögu má segja um ansi marga aðra þingmenn. 

Stundin sendi fyrirspurn um þetta á alla núverandi þingmenn á Alþingi Íslendinga og var einungis einn þeirra sem hefur innheimt akstursgjöld sem sendi blaðinu sundurliðaðar upplýsingar um þetta, Eva Pandóra Baldursdóttir úr Pírötum. Í svörum Evu Pandóru kemur fram að hún leigði sér bílaleigubíl vegna starfa sinna og innheimti svo akstursgjöld til að greiða fyrir hann; innheimt akstursgjöld hennar í fyrra og í ár voru rúmlega 52 krónum lægri en rúmlega 680 þúsund króna akstursgjöldin sem hún innheimti. Aðrir hafa ekki svarað spurningunum með sundurliðuðum hætti. Þó er ljóst að fjöldi þingmanna hefur nýtt sér þessa heimild til greiðslu úr ríkissjóði.

Skattfrjálsar greiðslur til þingmanna

Á síðasta kjörtímabili og það sem af er þessu hefur Alþingi greitt þingmönnum rúmlega 171 milljón króna vegna aksturs þeirra á eigin bifreiðum í kjördæmum sínum samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Endurgreiðslurnar eru skattfrjálsar og eru skilgreindar sem endurgreiddur kostnaður. Hinn möguleikinn sem þingmenn hafa á ferðalögum sínum um kjördæmi sín er að nota bílaleigubíla. 

Kostnaðurinn við endurgreiðslurnar til þingmanna er hins vegar umtalsvert meiri en að nota bílaleigubíla og hefur skrifstofa Alþingis beint þeim tilmælum til þingmanna að þeir noti frekar bílaleigubíla þegar því verður komið við, samkvæmt Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis: „Skrifstofa Alþingis hefur jafnan reynt að svara fyrirspurnum fjölmiðla um rekstur þingsins og greiðslur fyrir alþingiskostnað bæði fljótt og greiðlega, alveg eins og tök eru á að keyra út úr bókhaldi og vinna þær upplýsingar. Erfitt er að áætla sparnað með því að nota bílaleigubíla, en hann gæti orðið einhver. Bílaleiga hefur lækkað mjög mikið á undanförnum árum og bílaúrvalið aukist. Það er ástæðan fyrir því að lækka má kostnað við ferðir þingmanna. Því verður þó ekki alltaf komið við.“

Kostnaður Alþingis vegna greiðslna til þingmanna út af notkun þeirra á eigin bílum hefur lækkað á liðnum árum, til dæmis var þessi kostnaður tæplega 52 milljónir árið 2014 en tæplega 38 milljónir króna árið 2015. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
1
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár