Ferðaskrifstofa Pálma Haraldssonar, sem yfirleitt var kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, skilar stöðugum hagnaði ár eftir ár. Í fyrra skilaði fyrirtæki hans, Ferðaskrifstofa Íslands, tæplega 40 milljóna króna hagnaði og var greiddur 27 milljóna arður til fyrirtækis Pálma í lágskattaríkinu Lúxemborg, Academy Sarl. Árið þar á undan, 2015, var greiddur 170 milljóna króna arður úr félaginu, eða 35 prósent af hlutafé félagsins, eftir að félagið hafði skilað rúmlega 130 milljóna króna hagnaði. Árið 2014 nam arðgreiðslan ríflega 172 milljónum. Undir Ferðaskrifstofu Íslands heyra meðal annars ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir.
Mikil uppsveifla hefur verið í ferðum Íslendinga til útlanda síðastliðin ár í því góðæri sem ríkt hefur í landinu og sést þess stað í rekstri Ferðaskrifstofu Íslands. Samkvæmt fréttasíðunni túristi.is var júlí síðastliðinn næststærsti ferðamánuður Íslendinga frá upphafi mælinga en þá flugu tæplega 62.500 Íslendingar til útlanda, eða um tvö þúsund manns á hverjum degi. Á vefsíðunni kemur fram að …
Athugasemdir