Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

„Eins og ég segi eru mynda­vél­ar nú við garð og alla inn­ganga“.

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

Húsfélag í fjölbýlishúsi braut persónuverndarlög í fyrra þegar eftirlitsmyndavélum í sameign hússins var fjölgað án viðhlítandi kynningar og samráðs við íbúa. Þetta er niðurstaða Persónuverndar samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í sumar og birtist á vef stofnunarinnar í dag. 

Forsaga málsins er sú að íbúi kvartaði undan því að eftirlitsmyndavélum hefði verið fjölgað úr fjórum í níu. „Nú þegar eru komnar 9 eftirlitsmyndavélar um alla sameign. Hinar myndavélarnar voru settar upp í bílageymslu og [áttu] að koma í veg fyrir innbrot þar,“ segir í kvörtun íbúans sem telur að húsið hafi áður verið vel varið fyrir innbrotum, enda þyrfti þjófur að brjóta niður að minnsta kosti þrjár hurðir til að komast inn. „Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga. Eftirlitsmyndavélar þessar eru settar upp án þess að það hafi verið tekið fyrir á aðalfundi eða á sérstökum fundi. Ekki var leitað [samþykkis] íbúa.“ 

Persónuvernd byggir niðurstöðu sína meðal annars á því að samkvæmt reglum stofnunarinnar um rafræna vöktun verði að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til og jafnframt gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.

„Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem sýna fram á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavélanna hafi verið tekin innan húsfélagsins fyrir uppsetningu nýju vélanna á árinu 2016,“ segir í úrskurði Persónuverndar. „Með vísan til þess telur Persónuvernd ljóst að sú vöktun, sem átti sér stað vegna fjölgunar eftirlitsmyndavéla í sameign [...], hafi ekki getað stuðst við fyrrgreindan 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 á þeim tíma.“

Bent er sérstaklega á að tillögu um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi ekki verið getið í fundarboði aðalfundar húsfélagsins 2017 og því sé ekki hægt að byggja á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi verið tekin á vettvangi húsfélagsins. Þá telur Persónuvernd ekki fullnægjandi að húsfélagið hafi kynnt endurnýjun myndavélakerfisins á Facebook og með merkingum við innganga og hurðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu