Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skólasetningu Háaleitisskóla frestað vegna magakveisu

Rúm­ur helm­ing­ur starfs­liðs Há­leit­is­skóla er frá vinnu vegna óút­skýrðr­ar maga­k­veisu.

Skólasetningu Háaleitisskóla frestað vegna magakveisu
Háaleitisskóli Setja átti skólahald á morgun en því hefur verið frestað fram á fimmtudag. Rúmur helmingur starfsliðs skólans glímir við magakveisu og rannsakar heilbrigðiseftirlitið orsök hennar.

„Það hefur ekkert komið í ljós hvað amar að fólkinu,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háleitisskóla. Skólasetning í Háaleitisskóla í Hvasaleiti átti að fara fram á morgun en henni hefur verið frestað fram á fimmtudag. „Þetta er magakveisa. Á aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku fengu fyrstu starfsmenn skólans einkenni. Síðan þá hafa menn verið að detta inn og út úr því,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðsSegir að ákveðið hafi verið að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir.

Í skólanum starfa 36 manns og er rúmur helmingur starfsliðsins frá störfum vegna veikinda. „Heilbrigðiseftirlitið hefur verið hérna í allan dag og tekið viðtal við allt starfsfólkið. Þá hafa starfsmenn skilað sýnum til heilbrigðisyfirvalda en það tekur tíma að fá niðurstöðu úr greiningunni,“ segir Hanna Guðbjörg.

„Það eru taldar minni líkur en meiri að um Nóró-veiruna sé að ræða vegna þess að ekkert af heimilisfólki starfsmannanna hefur smitast,“ segir Helgi. Hann telur að um einhvers konar matareitrun sé að ræða en beðið er eftir niðurstöðum á greiningum heilbrigðiseftirlitsins.

Ákveðið var að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir. „Við ákváðum að fresta henni til að vera ekki að tefla í neina tvísýnu varðandi börnin og koma í veg fyrir að þau veikist,“ segir Helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár