Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skólasetningu Háaleitisskóla frestað vegna magakveisu

Rúm­ur helm­ing­ur starfs­liðs Há­leit­is­skóla er frá vinnu vegna óút­skýrðr­ar maga­k­veisu.

Skólasetningu Háaleitisskóla frestað vegna magakveisu
Háaleitisskóli Setja átti skólahald á morgun en því hefur verið frestað fram á fimmtudag. Rúmur helmingur starfsliðs skólans glímir við magakveisu og rannsakar heilbrigðiseftirlitið orsök hennar.

„Það hefur ekkert komið í ljós hvað amar að fólkinu,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háleitisskóla. Skólasetning í Háaleitisskóla í Hvasaleiti átti að fara fram á morgun en henni hefur verið frestað fram á fimmtudag. „Þetta er magakveisa. Á aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku fengu fyrstu starfsmenn skólans einkenni. Síðan þá hafa menn verið að detta inn og út úr því,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðsSegir að ákveðið hafi verið að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir.

Í skólanum starfa 36 manns og er rúmur helmingur starfsliðsins frá störfum vegna veikinda. „Heilbrigðiseftirlitið hefur verið hérna í allan dag og tekið viðtal við allt starfsfólkið. Þá hafa starfsmenn skilað sýnum til heilbrigðisyfirvalda en það tekur tíma að fá niðurstöðu úr greiningunni,“ segir Hanna Guðbjörg.

„Það eru taldar minni líkur en meiri að um Nóró-veiruna sé að ræða vegna þess að ekkert af heimilisfólki starfsmannanna hefur smitast,“ segir Helgi. Hann telur að um einhvers konar matareitrun sé að ræða en beðið er eftir niðurstöðum á greiningum heilbrigðiseftirlitsins.

Ákveðið var að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir. „Við ákváðum að fresta henni til að vera ekki að tefla í neina tvísýnu varðandi börnin og koma í veg fyrir að þau veikist,“ segir Helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu