Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Áfengis­kaupa­fríð­indi æðstu stofn­ana rík­is­ins hafa ver­ið af­num­in.

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra lagði til breytinguna. Mynd: Pressphotos

Samkvæmt tillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að æðstu stofnanir ríkisins muni ekki lengur fá afslátt af kaupum á áfengi, eins og verið hefur.

Fram að þessu hafa ríkisstofnanir og þar með talið ráðuneyti, forseti Íslands, biskup Íslands og Alþingi, fengið áfengisgjald niðurfellt. Þetta verður ekki lengur í gildi eftir 1. október næstkomandi. 

Fyrirkomulagið hefur falið í sér skattastyrk úr ríkissjóði til áfengiskaupa fyrir æðstu stjórnendur ríkisins og starfsmenn þeirra. 

„Þessar reglur voru barn síns tíma og mér þótti við hæfi að færa þær til nútímans og gera kostnað vegna áfengiskaupa gagnsærri. Eitt á yfir alla að ganga í þessu sem öðru. Ekki er gert ráð fyrir að bæta ráðuneytunum þetta með auknu fjármagni.“ segir Benedikt Jóhannesson í yfirlýsingu sem send er vegna málsins.

Samtals fengu viðkomandi stofnanir 10,5 milljóna króna skattaafslátt í fyrra vegna kaupa á áfengi.

Þeir sem gegna viðkomandi stöðum hafa ekki mátt, reglum samkvæmt, nota skattaafsláttinn til kaupa á áfengi til persónulegra nota. „Heimildin hefur verið háð því að þær vörur sem keyptar eru séu notaðar til risnu á þeirra vegum og að kaupin séu færð í bókhald og greidd af þeim,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Hins vegar hafa komið upp umdeild mál þar sem grunur hefur verið um misnotkun á heimildinni til kaupa á áfengi með afslætti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár