Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Áfengis­kaupa­fríð­indi æðstu stofn­ana rík­is­ins hafa ver­ið af­num­in.

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra lagði til breytinguna. Mynd: Pressphotos

Samkvæmt tillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að æðstu stofnanir ríkisins muni ekki lengur fá afslátt af kaupum á áfengi, eins og verið hefur.

Fram að þessu hafa ríkisstofnanir og þar með talið ráðuneyti, forseti Íslands, biskup Íslands og Alþingi, fengið áfengisgjald niðurfellt. Þetta verður ekki lengur í gildi eftir 1. október næstkomandi. 

Fyrirkomulagið hefur falið í sér skattastyrk úr ríkissjóði til áfengiskaupa fyrir æðstu stjórnendur ríkisins og starfsmenn þeirra. 

„Þessar reglur voru barn síns tíma og mér þótti við hæfi að færa þær til nútímans og gera kostnað vegna áfengiskaupa gagnsærri. Eitt á yfir alla að ganga í þessu sem öðru. Ekki er gert ráð fyrir að bæta ráðuneytunum þetta með auknu fjármagni.“ segir Benedikt Jóhannesson í yfirlýsingu sem send er vegna málsins.

Samtals fengu viðkomandi stofnanir 10,5 milljóna króna skattaafslátt í fyrra vegna kaupa á áfengi.

Þeir sem gegna viðkomandi stöðum hafa ekki mátt, reglum samkvæmt, nota skattaafsláttinn til kaupa á áfengi til persónulegra nota. „Heimildin hefur verið háð því að þær vörur sem keyptar eru séu notaðar til risnu á þeirra vegum og að kaupin séu færð í bókhald og greidd af þeim,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Hins vegar hafa komið upp umdeild mál þar sem grunur hefur verið um misnotkun á heimildinni til kaupa á áfengi með afslætti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár