1.
Varla hefur farið framhjá nokkrum að sauðframleiðsla hér á landi á við verulegan vanda að stríða. Meginástæður vandan tengjast á einn eða annan hátt frá sjónarhóli bænda of lágu afurðaverði. Hér er ekki um nýjan vanda að ræða heldur hefur hann verið meira og minna viðvarandi um áratuga skeið.
Frá um miðjan níunda áratuginn hefur sauðfjárræktin notið tiltölulega gegnsæs opinbers stuðnings. Áður hafði hann verið í mjög flóknu formi niðurgreiðslna og útflutningsbóta. Þess vegna má fullyrða að það sem gert er í þessum málum varðar meira eða minna alla þegna þjóðfélagsins.
Strax á níunda áratugnum urðu nefndir til að fjalla um vandamál sauðfjárframleiðslunnar nær árlegur atburður. Hef ég ekki tölu á þeim nefndum á þeim tíma sem ég starfaði í eða með. Vandinn stendur en jafn óleystur. Mitt mat er að aldrei var tekið á grunnvandamálum. Væri gerð tilraun til þess voru reynd pólitísk tengsl til að stoppa birtingu. …
Athugasemdir