Núna er mikið að gera hjá barnafjölskyldum og skólafólki í skólabyrjun. Litlir fætur með nýjar töskur og oft ný skólaföt tifa um göturnar og eftirvæntingin skín úr augum þeirra sem eru að byrja í 1. bekk og sækja grunnskólann í fyrsta sinn. Eldri nemendur búa sig undir að fara í efri bekki. Grunnskólakennarar eru byrjaðir að undirbúa skólaárið og allt er að komast á hreyfingu fyrir veturinn.
Það er hvimleitt fyrir grunnskólakennara (ásamt reyndar öðrum kennurum í leik og framhaldsskólum), sem eru að verða nokkuð sjaldgæf tegund þar sem þetta er sífellt minnkandi stétt (flestir snúa til annarra betur launaðra starfa og fáir útskrifast eftir að námið hefur verið lengt, en launin að sama skapi lækkað miðað við launaþróun á markaði og vaxandi útgjöld heimila og dýrtíð), að verða vitni að þeirri umfjöllun sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn bera á borð.
„Skólayfirvöld gera sífellt meiri kröfur um nánari og íburðarmeiri skráningar …
Athugasemdir