Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og lögmaðurinn Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hafa báðir á sinnt lögmannsstörfum fyrir nektardansstaðinn Bóhem sem var á Grensásvegi. Þá var bróðir Brynjars, Gústaf Níelsson, talsmaður staðarins. Bergur Þór Ingólfsson, faðir brotaþola Roberts, vekur athygli á þessum tengslum á Facebook-síðu sinni og veltir því fyrir sér hvort Brynjar sé hafinn yfir grun um að vera hæfur til að sinna störfum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en þar er nú farið fyrir ferlið sem veitti Roberti uppreist æru.
Bergur segir Brynjar að undanförnu margoft gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra. „Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi gagnvart börnum,“ sagði Brynjar meðal annars um brotin í viðtali við mbl.is á dögunum. Þá bendir Bergur á að bróðir Brynjars, Gústaf, hafi að sama …
Athugasemdir