Meira en 40 dagar liðu milli funda ríkisstjórnarinnar í sumar, en ríkisstjórnin kom aldrei saman í júlí. Engin fordæmi eru fyrir svo stopulum fundarhöldum ríkisstjórnar undanfarin átta ár samkvæmt þeim upplýsingum sem gefnar eru upp á vef stjórnarráðsins, en þær ná aðeins aftur til 2009.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman á fundi síðastliðinn föstudag, 11. ágúst, og hafði þá ekki fundað síðan 30. júní.
Núverandi ríkisstjórn hefur fundað alls 10 sinnum síðan í byrjun maí. Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar fundaði 16 sinnum á sama tímabili (þ.e. frá 1. maí til 15. ágúst) í fyrra, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fundaði 19 sinnum á tímabilinu árið 2015 og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fundaði 21 sinni á sama tímabili árið 2012.
Þann 3. mars síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin nýjar reglur um starfshætti sína sem fólu meðal annars í sér að ríkisstjórnarfundum var fækkað í einn á viku í stað
Athugasemdir