Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ekki þýða fyr­ir Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, að kasta fram krass­andi um­mæl­um og hlaupa svo frá þeim jafn­harð­an.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum
Formenn takast á Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svarar Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að „kasta fram krassandi ummælum, væntanlega til að fá athygli, hlaupa svo frá þeim jafnharðan, segjast vera misskilinn og jafnvel verða fyrir óhróðri.“

Inga nefnir Loga á nafn í viðtali við DV í dag þar sem hún vísar á bug ásökunum um að hún sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum. Hennar gagnrýni snúist um langan málsmeðferðartíma hjá Útlendingastofnun. „Þeir segja að ég sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum, það er ósatt, það er einungis þannig sem þeir kjósa að túlka það sem ég segi, spurning hvaða stimpil þeir vilja setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að snúa bökum saman um þær hugsjónir að útrýma hér fátækt en að reyna að ata okkur auri og snúa út úr málflutningi mínum,“ segir Inga meðal annars í viðtalinu í DV. 

Logi rifjar hins vegar upp ummæli sem höfð voru eftir Ingu í frétt á Eyjunni í mars síðastliðnum. Ummælin lét Inga falla í færslu á Facebook, sem hún síðar eyddi. „Þar stingur hún uppá að fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur, á meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir, verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum. Í færslunni sagði hún orðrétt: „Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleitendur sem hafa frían leigubíl, (vilja frekar taka leigubíl en nota strætó) Bónuskort, debetkort (með inneign frá ísl. ríkinu) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“ Í framhaldinu viðraði hún þá skoðun hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt,“ skrifar Logi. 

Þá segir hann niðurskurð í málum hælisleitenda ekki vera svar í báráttu gegn fátækt. Ráðast þurfi í stærri breytingar á skattkerfinu til að ná raunverulegum árangri. „Ég vil að Ísland geri sitt til þess að hjálpa hælisleitendum og flóttamönnum sem best og sem betur fer hefur tekist að ná pólitískri samstöðu um þessi mál, þó eflaust þurfi að gera betur. Ég ítreka það að brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er barátta fyrir auknum jöfnuði og útrýming fátæktar. En ég endurtek einnig að Samfylkingin mun ekki reyna að verða sér úti um atkvæði með því að fiska í gruggugu vatni, ala á ótta og tortryggni,“ skrifar Logi. 

Líkti sjálfri sér við Marine Le Pen

Flokkur fólksins náði ekki inn manni í síðustu Alþingiskosningum en mældist með 8,4 prósent fylgi í nýlegri könnun Gallup. Inga hefur að undanförnu vakið talsverða athygli fyrir ummæli sín, en í viðtali á RÚV á dögunum sagðist hún meðal annars vera sátt við að vera kölluð popúlisti og líkti sjálfri sér við Marine Le Pen, fyrrverandi formann frönsku Þjóðfylkingarinnar. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boðberi breytinga. Við erum einlæg og heiðarleg og við vinnum af hugsjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlistar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vinsæll í dag,“ sagði hún meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár