Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ekki þýða fyr­ir Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, að kasta fram krass­andi um­mæl­um og hlaupa svo frá þeim jafn­harð­an.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum
Formenn takast á Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svarar Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að „kasta fram krassandi ummælum, væntanlega til að fá athygli, hlaupa svo frá þeim jafnharðan, segjast vera misskilinn og jafnvel verða fyrir óhróðri.“

Inga nefnir Loga á nafn í viðtali við DV í dag þar sem hún vísar á bug ásökunum um að hún sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum. Hennar gagnrýni snúist um langan málsmeðferðartíma hjá Útlendingastofnun. „Þeir segja að ég sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum, það er ósatt, það er einungis þannig sem þeir kjósa að túlka það sem ég segi, spurning hvaða stimpil þeir vilja setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að snúa bökum saman um þær hugsjónir að útrýma hér fátækt en að reyna að ata okkur auri og snúa út úr málflutningi mínum,“ segir Inga meðal annars í viðtalinu í DV. 

Logi rifjar hins vegar upp ummæli sem höfð voru eftir Ingu í frétt á Eyjunni í mars síðastliðnum. Ummælin lét Inga falla í færslu á Facebook, sem hún síðar eyddi. „Þar stingur hún uppá að fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur, á meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir, verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum. Í færslunni sagði hún orðrétt: „Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleitendur sem hafa frían leigubíl, (vilja frekar taka leigubíl en nota strætó) Bónuskort, debetkort (með inneign frá ísl. ríkinu) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“ Í framhaldinu viðraði hún þá skoðun hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt,“ skrifar Logi. 

Þá segir hann niðurskurð í málum hælisleitenda ekki vera svar í báráttu gegn fátækt. Ráðast þurfi í stærri breytingar á skattkerfinu til að ná raunverulegum árangri. „Ég vil að Ísland geri sitt til þess að hjálpa hælisleitendum og flóttamönnum sem best og sem betur fer hefur tekist að ná pólitískri samstöðu um þessi mál, þó eflaust þurfi að gera betur. Ég ítreka það að brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er barátta fyrir auknum jöfnuði og útrýming fátæktar. En ég endurtek einnig að Samfylkingin mun ekki reyna að verða sér úti um atkvæði með því að fiska í gruggugu vatni, ala á ótta og tortryggni,“ skrifar Logi. 

Líkti sjálfri sér við Marine Le Pen

Flokkur fólksins náði ekki inn manni í síðustu Alþingiskosningum en mældist með 8,4 prósent fylgi í nýlegri könnun Gallup. Inga hefur að undanförnu vakið talsverða athygli fyrir ummæli sín, en í viðtali á RÚV á dögunum sagðist hún meðal annars vera sátt við að vera kölluð popúlisti og líkti sjálfri sér við Marine Le Pen, fyrrverandi formann frönsku Þjóðfylkingarinnar. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boðberi breytinga. Við erum einlæg og heiðarleg og við vinnum af hugsjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlistar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vinsæll í dag,“ sagði hún meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár