Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir ekki þýða fyr­ir Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, að kasta fram krass­andi um­mæl­um og hlaupa svo frá þeim jafn­harð­an.

Logi sakar Ingu Sæland um að hlaupa undan krassandi yfirlýsingum sínum
Formenn takast á Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svarar Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, fyrir að „kasta fram krassandi ummælum, væntanlega til að fá athygli, hlaupa svo frá þeim jafnharðan, segjast vera misskilinn og jafnvel verða fyrir óhróðri.“

Inga nefnir Loga á nafn í viðtali við DV í dag þar sem hún vísar á bug ásökunum um að hún sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum. Hennar gagnrýni snúist um langan málsmeðferðartíma hjá Útlendingastofnun. „Þeir segja að ég sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum, það er ósatt, það er einungis þannig sem þeir kjósa að túlka það sem ég segi, spurning hvaða stimpil þeir vilja setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að snúa bökum saman um þær hugsjónir að útrýma hér fátækt en að reyna að ata okkur auri og snúa út úr málflutningi mínum,“ segir Inga meðal annars í viðtalinu í DV. 

Logi rifjar hins vegar upp ummæli sem höfð voru eftir Ingu í frétt á Eyjunni í mars síðastliðnum. Ummælin lét Inga falla í færslu á Facebook, sem hún síðar eyddi. „Þar stingur hún uppá að fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur, á meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir, verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum. Í færslunni sagði hún orðrétt: „Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleitendur sem hafa frían leigubíl, (vilja frekar taka leigubíl en nota strætó) Bónuskort, debetkort (með inneign frá ísl. ríkinu) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“ Í framhaldinu viðraði hún þá skoðun hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt,“ skrifar Logi. 

Þá segir hann niðurskurð í málum hælisleitenda ekki vera svar í báráttu gegn fátækt. Ráðast þurfi í stærri breytingar á skattkerfinu til að ná raunverulegum árangri. „Ég vil að Ísland geri sitt til þess að hjálpa hælisleitendum og flóttamönnum sem best og sem betur fer hefur tekist að ná pólitískri samstöðu um þessi mál, þó eflaust þurfi að gera betur. Ég ítreka það að brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er barátta fyrir auknum jöfnuði og útrýming fátæktar. En ég endurtek einnig að Samfylkingin mun ekki reyna að verða sér úti um atkvæði með því að fiska í gruggugu vatni, ala á ótta og tortryggni,“ skrifar Logi. 

Líkti sjálfri sér við Marine Le Pen

Flokkur fólksins náði ekki inn manni í síðustu Alþingiskosningum en mældist með 8,4 prósent fylgi í nýlegri könnun Gallup. Inga hefur að undanförnu vakið talsverða athygli fyrir ummæli sín, en í viðtali á RÚV á dögunum sagðist hún meðal annars vera sátt við að vera kölluð popúlisti og líkti sjálfri sér við Marine Le Pen, fyrrverandi formann frönsku Þjóðfylkingarinnar. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boðberi breytinga. Við erum einlæg og heiðarleg og við vinnum af hugsjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlistar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vinsæll í dag,“ sagði hún meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu