Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Margir hlæja að krabbameininu

Fann­ar Örn Óm­ars­son greind­ist í fyrra með krabba­mein í eista og voru kom­in mein­vörp í eitla og lungu. Við tók ströng lyfja­með­ferð sem hafði áhrif á lík­ama og sál. Fann­ar Örn seg­ir að marg­ir fari að hlæja þeg­ar hann seg­ist hafa ver­ið með krabba­mein í eista.

Margir hlæja að krabbameininu
Hvetur menn til að athuga Fannar Örn Ómarsson ráðleggur strákum og körlum að skoða sig einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði í vel heitri sturtu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fannar Örn Ómarsson fór að finna fyrir verkjum í nára í fyrravor auk þess sem honum fannst annað eistað vera skrýtið. „Ég fór um tveimur vikum síðar á heilsugæsluna þar sem læknir sagði að þetta væri ekki neitt og lét mig hafa sýklalyf. Sýkingin í náranum hvarf en eistað versnaði.

Ég var kominn með ógleðitilfinningu nokkrum vikum síðar og líkaminn var kominn í eitthvert sjokk. Ég fór um þremur vikum síðar á sjúkrahús og hitti þar lækni sem kveikti strax á perunni og pantaði fyrir mig tíma í myndatöku og ég hitti einnig þvagfæraskurðlækni.“

Fannar Örn fór í myndatöku í byrjun maí og kom ekkert út úr henni. Verkurinn í eistanu versnaði. „Það var orðið jafnstórt og tennisbolti.“

Hann fór síðan í aðra myndatöku í júní og kom þá í ljós æxli í eistanu. Bólgan vegna sýkingarinnar í náranum hafði komið í veg fyrir að það sæist í fyrri myndatökunni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár