Fannar Örn Ómarsson fór að finna fyrir verkjum í nára í fyrravor auk þess sem honum fannst annað eistað vera skrýtið. „Ég fór um tveimur vikum síðar á heilsugæsluna þar sem læknir sagði að þetta væri ekki neitt og lét mig hafa sýklalyf. Sýkingin í náranum hvarf en eistað versnaði.
Ég var kominn með ógleðitilfinningu nokkrum vikum síðar og líkaminn var kominn í eitthvert sjokk. Ég fór um þremur vikum síðar á sjúkrahús og hitti þar lækni sem kveikti strax á perunni og pantaði fyrir mig tíma í myndatöku og ég hitti einnig þvagfæraskurðlækni.“
Fannar Örn fór í myndatöku í byrjun maí og kom ekkert út úr henni. Verkurinn í eistanu versnaði. „Það var orðið jafnstórt og tennisbolti.“
Hann fór síðan í aðra myndatöku í júní og kom þá í ljós æxli í eistanu. Bólgan vegna sýkingarinnar í náranum hafði komið í veg fyrir að það sæist í fyrri myndatökunni. …
Athugasemdir