Laun hjá bæjarfulltrúum Akureyrar og Kópavogs hafa hækkað um 80 prósent á kjörtímabilinu og aðeins örfá sveitarfélög hafa staðið við fyrirheit sín um að hækka ekki laun hjá sínum fulltrúum.
Laun kjörinna fulltrúa hjá sveitarstjórnum hafa hækkað gríðarlega síðan hinn umdeildi úrskurður kjararáðs á kjördag þann 29. október í fyrra var tilkynntur. Mörg sveitarfélög höfðu það fyrirkomulag að laun kjörinna fulltrúa voru tengd þingfararkaupi og því var útlit fyrir að laun þeirra myndu hækka um 45 prósent, eins og laun þingmanna í kjölfar úrskurðar kjararáðs.
Margar sveitarstjórnir ákváðu að hafna eða fresta launahækkunum í samræmi við úrskurð ráðsins og hvöttu Alþingi til að taka málið fyrir og ógilda hækkunina. Þegar í ljós kom að slíkt var ekki upp á teningnum hjá Alþingi ákváðu nokkur sveitarfélög að þiggja hækkunina, en önnur hafa breytt grundvelli launaákvarðana sem hefur einnig falið í sér umtalsverðar launahækkanir kjörinna fulltrúa.
Athugasemdir