Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra útilokar varaþingmann á Twitter

Bjarni Bene­dikts­son ber ábyrgð sam­kvæmt stjórn­ar­skrá á ákvörð­un um að veita Ró­berti Dow­ney upp­reist æru. Bjarni blokk­aði Snæ­björn Brynj­ars­son á Twitter eft­ir að hann rifj­aði mál­ið upp.

Forsætisráðherra útilokar varaþingmann á Twitter
Bjarni Benediktsson Var starfandi dómsmálaráðherra þegar ráðuneytið veitti Roberti Downey uppreist æru. Mynd: Pressphotos

Á nýafstaðinni Druslugöngu stigu fram þrír þolendur Róbert Árna, nú Robert Downey, og kröfðust þess að ráðamenn myndu standa með þolendum en ekki gerendum í kynferðisofbeldismálum, og endurskoða hvernig uppreist æra er veitt.

Mál Robert Downey hefur valdið miklum usla í samfélaginu, en Bjarni Benediktsson var starfandi dómsmálaráðherra þegar Robert fékk uppreist æru og ber hann því ábyrgð á málinu samkvæmt stjórnarskrá. Með ákvörðuninni var Robert sæmdur óflekkuðu mannorði og gæti hann því í kjölfarið hafið störf í lögmennsku á ný.

Þegar Snæbjörn Brynjarson, rithöfundur, pistlahöfundur og varaþingmaður Pírata, velti því fyrir sér á Twitter af hverju Bjarni hefði ekki verið spurður formlega út í málið fékk hann fljótt viðbrögð frá Bjarna, eða hverjum sem sér um Twitter reikning hans, með því að vera bannaður.

Stundin hafði samband við Snæbjörn og spurði hann af hverju hann fann sig knúinn til að skrifa þetta tíst. „Af því mér finnst furðulegt hve mikill fókus var á undirskrift Guðna sem harmaði þetta en enginn á Bjarna,“ svaraði Snæbjörn.

Snæbjörn BrynjarssonVaraþingmaður Pírata var bannaður á Twitter-reikningi Bjarna Benediktssonar.

Bjarni var spurður út í málið í fréttum Sjónvarpsins, en þar fullyrti hann að málið hefði fengið „hefðbundna meðferð“. „Ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði hann og kvaðst ekki hafa átt aðkomu að því. Bjarni var starfandi dómsmálaráðherra í veikindaleyfi Ólafar Nordal. Hann sagðist þó hallast að því að almenningur vildi samfélag þar sem fólk fengi annað tækifæri. Þá kvað hann lög í landinu leiða niðurstöðuna af sér. „Þau gera mun á vægari brotum og alvarlegri og í tilfelli vægari brotanna er það sjálfgefið að menn fá uppreist æru eftir fimm ár en geta látið reyna á það fyrr ef þeir uppfylla tiltekin skilyrði. Þegar um alvarlegri brot er að ræða er fyrst hægt að láta reyna á uppreist æru eftir fimm ár. Þá fer það í ákveðið ferli sem er í mjög föstum skorðum. Það má segja um þetta að lög á Íslandi gera alveg ótvírætt ráð fyrir því, að uppfylltum tilteknum skilyrðum að menn geti aftur fengið uppreist æru þrátt fyrir að hafa hlotið nokkuð alvarlega dóma. Í því fellst að menn geta aftur endurheimt ýmis borgaraleg réttindi.“

Blaðamaður spurði hvort Snæbjörn taldi einhverja aðra ástæðu geta verið fyrir banninu, en Snæbjörn sagðist ekki neitt koma sérstaklega til greina, þrátt fyrir að hann hafi stundum verið broddfluga í síðu Bjarna. „Ég hef áður tvítað um að hann tali ekki við erlenda fjölmiðla, og taggað hann. Til dæmis þegar ég auglýsti að hann væri fyrsti norræni ráðherrann til að neita stærsta dagblaði Þýskalands Süddeutsche um viðtal.“ 

Bætir Snæbjörn við: „En ég get auðvitað hvorki svarað um hvers vegna ég er blokkaður eða hvers vegna hann talar ekki við þýsk dagblöð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár