Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra útilokar varaþingmann á Twitter

Bjarni Bene­dikts­son ber ábyrgð sam­kvæmt stjórn­ar­skrá á ákvörð­un um að veita Ró­berti Dow­ney upp­reist æru. Bjarni blokk­aði Snæ­björn Brynj­ars­son á Twitter eft­ir að hann rifj­aði mál­ið upp.

Forsætisráðherra útilokar varaþingmann á Twitter
Bjarni Benediktsson Var starfandi dómsmálaráðherra þegar ráðuneytið veitti Roberti Downey uppreist æru. Mynd: Pressphotos

Á nýafstaðinni Druslugöngu stigu fram þrír þolendur Róbert Árna, nú Robert Downey, og kröfðust þess að ráðamenn myndu standa með þolendum en ekki gerendum í kynferðisofbeldismálum, og endurskoða hvernig uppreist æra er veitt.

Mál Robert Downey hefur valdið miklum usla í samfélaginu, en Bjarni Benediktsson var starfandi dómsmálaráðherra þegar Robert fékk uppreist æru og ber hann því ábyrgð á málinu samkvæmt stjórnarskrá. Með ákvörðuninni var Robert sæmdur óflekkuðu mannorði og gæti hann því í kjölfarið hafið störf í lögmennsku á ný.

Þegar Snæbjörn Brynjarson, rithöfundur, pistlahöfundur og varaþingmaður Pírata, velti því fyrir sér á Twitter af hverju Bjarni hefði ekki verið spurður formlega út í málið fékk hann fljótt viðbrögð frá Bjarna, eða hverjum sem sér um Twitter reikning hans, með því að vera bannaður.

Stundin hafði samband við Snæbjörn og spurði hann af hverju hann fann sig knúinn til að skrifa þetta tíst. „Af því mér finnst furðulegt hve mikill fókus var á undirskrift Guðna sem harmaði þetta en enginn á Bjarna,“ svaraði Snæbjörn.

Snæbjörn BrynjarssonVaraþingmaður Pírata var bannaður á Twitter-reikningi Bjarna Benediktssonar.

Bjarni var spurður út í málið í fréttum Sjónvarpsins, en þar fullyrti hann að málið hefði fengið „hefðbundna meðferð“. „Ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði hann og kvaðst ekki hafa átt aðkomu að því. Bjarni var starfandi dómsmálaráðherra í veikindaleyfi Ólafar Nordal. Hann sagðist þó hallast að því að almenningur vildi samfélag þar sem fólk fengi annað tækifæri. Þá kvað hann lög í landinu leiða niðurstöðuna af sér. „Þau gera mun á vægari brotum og alvarlegri og í tilfelli vægari brotanna er það sjálfgefið að menn fá uppreist æru eftir fimm ár en geta látið reyna á það fyrr ef þeir uppfylla tiltekin skilyrði. Þegar um alvarlegri brot er að ræða er fyrst hægt að láta reyna á uppreist æru eftir fimm ár. Þá fer það í ákveðið ferli sem er í mjög föstum skorðum. Það má segja um þetta að lög á Íslandi gera alveg ótvírætt ráð fyrir því, að uppfylltum tilteknum skilyrðum að menn geti aftur fengið uppreist æru þrátt fyrir að hafa hlotið nokkuð alvarlega dóma. Í því fellst að menn geta aftur endurheimt ýmis borgaraleg réttindi.“

Blaðamaður spurði hvort Snæbjörn taldi einhverja aðra ástæðu geta verið fyrir banninu, en Snæbjörn sagðist ekki neitt koma sérstaklega til greina, þrátt fyrir að hann hafi stundum verið broddfluga í síðu Bjarna. „Ég hef áður tvítað um að hann tali ekki við erlenda fjölmiðla, og taggað hann. Til dæmis þegar ég auglýsti að hann væri fyrsti norræni ráðherrann til að neita stærsta dagblaði Þýskalands Süddeutsche um viðtal.“ 

Bætir Snæbjörn við: „En ég get auðvitað hvorki svarað um hvers vegna ég er blokkaður eða hvers vegna hann talar ekki við þýsk dagblöð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár