Nafn: Sunna Dís Másdóttir
Fæðingardagur og ár: 24. september 1983
Starf: Verkefnastjóri á Borgarbókasafninu
1Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Skrifa texta sem tekur fram fyrir hendurnar á mér svo ég þarf að hafa mig alla við til að elta hann, að kitla börnin mín, og elda mat tímunum saman í góðum félagsskap.
2 Líf eftir þetta líf?
Líf eftir þetta og líf eftir næsta. Lífið er ljós og myrkrið hopar.
3 Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar Vigdís Finnbogadóttir skammaði mig. Það var þegar mér, ungri og óreyndri og nýkominni til starfa sem blaðamaður, var falið að hringja í hana til að veiða upp úr henni einhvers konar slúður. Hef aldrei skammast mín jafn innilega eða séð eins eftir því að fylgja ekki eigin sannfæringu.
4 Ertu pólitísk?
Ég hélt lengi að ég væri það ekki, en þá var ég bara að hugsa …
Athugasemdir