Myndin um Melaniu Trump fær harða útreið

For­setafrú­in fær millj­arða frá ein­um rík­asta manni heims fyr­ir mynd sem orð­in er tákn um sam­spil tækniauðjöfra og stjórn­mála­valds.

Myndin um Melaniu Trump fær harða útreið
Embættistakan Klæðaburður Melaniu vakti athygli á embættistökunni, en kvikmynd hennar fjallar að töluverði leiti um hann. Mynd: AFP

„Melania“, kvikmynd framleidd af Amazon MGM sem fylgist með hinni yfirleitt hlédrægu forsetafrú Bandaríkjanna á meðan hún undirbýr aðra embættistöku eiginmanns síns, Donalds Trump, var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær.

Kalla mætti myndina heimildarmynd ef ekki væri fyrir þá staðreynd að forsetafrúin stýrði því sjálf hvað kæmi fyrir í henni og fær sjálf 3,4 milljarða íslenskra króna frá Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sem hefur sérstakan hag af því að koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta. Hér þykir mörgum gagnrýnendum komið dæmi sem sýnir hvernig stjórnmálavaldið og vald tækniauðjöfra reyna að hafa áhrif á menninguna með því að rugla saman reytum. 

Myndin hefur af þessum sökum hlotið harða útreið gagnrýnenda. Þannig segir gagnrýnandi breska blaðsins Guardian að hún sé „gullhúðuð endurgerð af Zone of Interest úr rusli“. Þar vísar hann til kvikmyndar um hversdagslíf nasistafjölskyldu við hlið Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Hann gefur myndinni eina stjörnu og segir hana „endalaust helvíti“.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár